Fyrrum Þórsari stjórnar toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2014 09:00 Jonas Dal hefur náð frábærum árangri með Hobro IK. Facebook-síða Hobro Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Einhverjir reka eflaust upp stór augu þegar þeir skoða stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á toppi deildarinnar situr Hobro IK, lítið félag frá samnefndum bæ í Norður-Jótlandi sem er að leika sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Hobro tyllti sér á toppinn í gær eftir 2-0 sigur á Brøndby á DS Arena í Hobro. Uppgangur félagsins á undanförnum árum er eftirtektarverður. Vorið 2010 komst liðið í fyrsta sinn upp í 1. deildina (næstefstu deild) eftir að hafa unnið B 93 í tveimur umspilsleikjum, 5-1 samanlagt. Hobro hafnaði í 12. sæti á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni. Næstu tvö tímabil endaði liðið í 9. sæti, en tímabilið 2013-14 tók Hobro stórt stökk. Liðið lenti þá í 2. sæti og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eru flestir hverjir lítt þekktir. Það er t.a.m. aðeins einn erlendur leikmaður í leikmannahópi liðsins; sóknarmaðurinn Quincy Antipas frá Zimbabve, en hann var keyptur fyrir metfé frá Brøndby í sumar. Antipas er sömuleiðis eini leikmaður Hobro sem hefur leikið A-landsleik, en hann hefur leikið níu landsleiki fyrir Zimbabve.Mads Hvilsom, sem á marga leiki að baki fyrir yngri landslið Dana, var markahæsti leikmaður Hobro í fyrra með 11 mörk í 33 deildarleikjum. Hvilsom hefur haldið uppteknum hætti í ár, en hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum Hobro í úrvalsdeildinni. Þjálfari Hobro er hinn 38 ára gamli Jonas Dal Andersen, en hann tók við þjálfun liðsins í janúar 2013 eftir að Klavs Rasmussen sagði upp störfum. Dal þessi hætti knattspyrnuiðkun árið 2002, á 26. aldursári. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann lék með Þór á Akureyri sumarið 2000. Dal lék þá sex leiki fyrir lið Þórs sem vann 2. deildina með miklum yfirburðum. Akureyrarliðið, sem var á þeim tíma undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, núverandi þjálfara Keflavíkur, fékk 52 stig, 18 stigum meira en næsta lið. Markahæsti leikmaður Þórs þetta sumarið var Orri Freyr Hjaltalín, en hann skoraði 20 mörk í 18 leikjum. Orri leikur með Þórsliðinu í dag - reyndar sem varnarmaður, en ekki sóknarmaður eins og um aldamótin - en hann er sá eini af núverandi leikmönnum Þórs sem spilaði með Dal sumarið 2000.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26 Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48 Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30 Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52 Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Sigur í fyrsta leik Ólafs Uffe Bech tryggði Norsjaelland sigur í nágrannaslag gegn Vestsjaelland í fyrsta leik Ólafs Kristjánssonar sem þjálfari félagsins í dag 18. júlí 2014 18:26
Frábær endurkoma hjá Ólafi og lærisveinum hans Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í FC Nordsjælland unnu sigur á Esbjerg með þremur mörkum gegn tveimur á heimavelli sínum, Farum Park, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 3. ágúst 2014 16:48
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1. 26. júlí 2014 19:30
Ari og félagar fengu sitt fyrsta stig Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem gerði 1-1 jafntefli við AaB Álaborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 2. ágúst 2014 16:52
Guðjón Baldvinsson á leið til Danmerkur Ólafur Kristjánsson vill fá hann til Nordsjælland. 31. júlí 2014 11:46