Mikilvægt að innanríkisráðherra hefði ekki afskipti af rannsókn lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2014 17:49 Bjarni sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær. Lekamálið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær.
Lekamálið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira