HM í Brasilíu hefur haft slæm áhrif á fátækustu íbúa landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2014 16:38 Kostnaður við HM var á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra Vísir/Getty Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher. FIFA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher.
FIFA Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira