Ríkisstjórnin gegn fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. október 2014 13:24 Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er vandræðaleg,en líka til stórkostlegra vandræða, - beinlínis hættuleg. Dæmin rúmast ekki í stuttri blaðagrein en hér verður bent á tvennt.Landspítalinn Læknar flýja land og skurðlæknar ætla í verkfall! Ríkisstjórnin fæst ekki til að opna á byggingu nýs Landspítala. Því á að fresta um óráðinn tíma. Af hverju? Vegna lækkunar veiðigjalda og niðurfellingar á auðlegðarskatti? Vegna skuldaniðurfellinga sem ganga ekki síður til þeirra efnamiklu og neyslufreku en þeirra sem gætu þurft á þeim að halda en þeir sem minnst eiga og taka ekki einu sinni húsnæðislán liggja óbættir hjá garði? Eða á að láta þjóðina fyllast skelfingu yfir stöðunni á heilbrigðissviði og fara svo að viðra sölu á Landsvirkjun eða öðrum eignum okkar allra? Á að tefla fram hjúkrun og lækningum á einkasjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum fyrir þá efnameiri. Einu sinni áttum við Símann, öll í sameiningu en stjórnarflokkarnir seldu hann. Til hvers? Jú, til að byggja Landspítala! Hátæknisjúkrahús!Dómsmálin Og svo eru það dómsmálin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað þeim niður og embætti sérstaks saksóknara er í hættu. Réttarkerfið er í hættu. Liggur fyrir faglegt mat á því að það sé óhætt að skera niður fjárveitingar til sérstaks saksóknara? Var ekki þjóðarsátt um að ganga úr skugga um lagalegt réttlæti og láta þá fjárglæframenn sem það eiga skilið sæta ábyrgð? Á að skilja klárinn eftir í miðri á? Aðförin að sérstökum saksóknara sem nú blasir við í fjárlagafrumvarpinu verður ekki liðin. Embætti hans þarf að fá að ljúka sínum verkum, annað er einfaldlega fráleitt.Fjármunir færðir af sanngirni Við í VG höfum lagt fram frumvarp á Alþingi um breyttan og bættan auðlegðarskatt næstu fimm ár í stað þess að leggja hann niður. Með því má byggja spítala okkar allra og leggja grunn að heilbrigðiskerfi sem þjóðin getur verið stolt af næstu áratugi. Betri fjárfestingu er varla hægt að hugsa sér. Og það þarf að taka til hendinni víðar. Veiðigjöldin þurfti að sníða betur til en ekki lækka, ferðamenn geta greitt komugjöld til að verja náttúruna skemmdum og ferðaþjónustan á að borga skatt af sínum virðisauka. Fjármunir teknir af sanngirni og færðir þangað sem þeirra er mest þörf með hagsmuni allra að leiðarljósi eru ekki dautt fé, heldur krónur sem færast úr einum vasa í annan rétt eins og aðrar krónur sem bera uppi atvinnulíf og viðskipti, þjónustu og menningu í nútímasamfélagi.Stendur lýðveldið undir nafni? Stefna ríkisstjórnarinnar er hægristefna, snýst um klíkustjórnmál og niðurrif í þágu einkavina og það er hættulegt. Lýðveldi sem ræður ekki við heilbrigðismálin og skilur dómskerfið eftir í uppnámi stendur ekki undir sjálfu sér, stendur ekki undir nafni. Ríkisstjórn sem hatast við launafólk, jafnt á almennum vinnumarkaði og í almannaþjónustu, sem skilur ekki fólkið sem þurfti að standa af sér allt fjárglæfrabröltið og bera uppi samfélagið þessi erfiðu ár, sú stjórn er ekki á vetur setjandi. Við þurfum aðra og betri ríkisstjórn, stjórn sem vinnur með fólki en ekki gegn því.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun