Hraunið myndi þekja rúmlega hálfa París Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 12:01 visir/ómar ragnarsson/almannavarnardeild Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild Bárðarbunga Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild
Bárðarbunga Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira