Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:00 Eftir dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir / GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður. Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður.
Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29