Stórskytta Framliðsins spilar ekki vegna bólgna í heila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 08:00 Ragnheiður Júlíusdóttir. Vísir/Daníel Ragnheiður Júlíusdóttir, hin unga stórskytta toppliðs Framara í Olís-deild kvenna, hefur ekkert spilað frá 6. nóvember vegna veikinda. Hún segist vera á batavegi en Framkonur hafa haldið áfram á sigurbraut þrátt fyrir missinn. „Ég byrjaði bara eftir Valsleikinn að missa stjórn á fínum hreyfingum í vinstri hendi og seinna meir þá missti ég bragðskynið og jafnvægið. Ég fór strax í rannsóknir og í myndatöku og svoleiðis og í ljós kom að það voru bólgur inn í heilanum, í litla heila. Þetta var bara líklegast vírus og ég fór strax í stera meðferð. Það lagaði einkennin og einkennin eru öll farin nema að það er ennþá smá stjórnleysi í hendinni,“ sagði Ragnheiður í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV. „Mér líður vel núna, ég get labbað og ég get borðað. Ég er því á batavegi," segir Ragnheiður Júlíusdóttir sem hefur skorað 51 mörk í 8 leikjum með Framliðinu í Olís-deildinni í vetur sem gera 6,4 mörk að meðaltali í leik. „Læknirinn sagði mér að ég mætti byrja að æfa þegar ég treysti mér til þess. Ég treysti mér örugglega til þess í vikunni. Ég verð samt að byrja rosalega hægt og passa að fara hægt af stað. Ég verð að hugsa vel um sjálfa mig næstu mánuðina," sagði Ragnheiður en hvernig er að horfa á Framliðið úr stúkunni. „Það er ógeðslega leiðinlegt og bara það leiðinlegasta sem ég geri. Þær eru samt að standa sig vel þótt að leikurinn á móti Gróttu hafi ekki verið nógu góður. Þær voru frábærar í dag," sagði Ragnheiður Júlíusdóttir en viðtalið var tekið eftir sigur Fram á Fylki í gær sem var tíundi deildarsigur liðsins í röð. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Ragnheiður Júlíusdóttir, hin unga stórskytta toppliðs Framara í Olís-deild kvenna, hefur ekkert spilað frá 6. nóvember vegna veikinda. Hún segist vera á batavegi en Framkonur hafa haldið áfram á sigurbraut þrátt fyrir missinn. „Ég byrjaði bara eftir Valsleikinn að missa stjórn á fínum hreyfingum í vinstri hendi og seinna meir þá missti ég bragðskynið og jafnvægið. Ég fór strax í rannsóknir og í myndatöku og svoleiðis og í ljós kom að það voru bólgur inn í heilanum, í litla heila. Þetta var bara líklegast vírus og ég fór strax í stera meðferð. Það lagaði einkennin og einkennin eru öll farin nema að það er ennþá smá stjórnleysi í hendinni,“ sagði Ragnheiður í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV. „Mér líður vel núna, ég get labbað og ég get borðað. Ég er því á batavegi," segir Ragnheiður Júlíusdóttir sem hefur skorað 51 mörk í 8 leikjum með Framliðinu í Olís-deildinni í vetur sem gera 6,4 mörk að meðaltali í leik. „Læknirinn sagði mér að ég mætti byrja að æfa þegar ég treysti mér til þess. Ég treysti mér örugglega til þess í vikunni. Ég verð samt að byrja rosalega hægt og passa að fara hægt af stað. Ég verð að hugsa vel um sjálfa mig næstu mánuðina," sagði Ragnheiður en hvernig er að horfa á Framliðið úr stúkunni. „Það er ógeðslega leiðinlegt og bara það leiðinlegasta sem ég geri. Þær eru samt að standa sig vel þótt að leikurinn á móti Gróttu hafi ekki verið nógu góður. Þær voru frábærar í dag," sagði Ragnheiður Júlíusdóttir en viðtalið var tekið eftir sigur Fram á Fylki í gær sem var tíundi deildarsigur liðsins í röð.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira