Sigursælasti leikmaður í sögu KR er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Gunnar Guðmannsson með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Vísir/Vilhelm KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
KR-ingar kveðja í dag á heimasíðu sinni Gunnar Guðmannsson sem er sigursælasti fótboltamaðurinn í sögu félagsins. Gunnar er látinn en hann varð 84 ára gamall. „Það er með söknuði sem við KR-ingar kveðjum einn af allra bestu knattspyrnumönnum félagsins í 115 ára sögu þess," segir í fyrirsögn á greininni á KR-síðunni. Gunnar Guðmannsson, oftast kallaður Nunni, vann sér sæti í meistaraflokksliði KR aðeins sautján ára gamall og lék með liðinu á 19 næstu tímabilum eða frá 1947 til 1965. Gunnar varð alls níu sinnum Íslandsmeistari með KR, fyrst árið 1948 en síðast árið 1965. Hann varð meðal annars fyrirliði 1959-liðsins sem vann alla tíu leiki sína á Íslandsmótinu. Því hefur engu Íslandsmeistaraliði tekist síðan. Gunnar vann alls fjórtán stóra titla með KR því hann vann bikarinn einnig fimm sinnum auk þess að verða sjö sinnum Reykjavíkurmeistari. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló metið hans en enginn KR-ingur hefur spilað lengur í meistaraflokki en Nunni. Hér fyrir neðan má sjá minningarorðin um Gunnar Guðmannsson á heimasíðu KR. Sem ungur drengur í Vesturbænum vakti Nunni athygli fyrir óvenju mikla hæfileika í fótbolta. Hann hafði allt til brunns að bera, frábæra tækni, jafnvígur á hægri og vinstri, eldfljótur og kröftugur þó hann væri ekki sérlega hár í loftinu. Leikskilningur hans var góður og því var öllum ljóst að þarna fór einstakt efni, sem gæti náð langt ef ástundun og vilji væru fyrir hendi. Þar skorti ekkert á hjá Nunna. Fótboltinn átti hug hans allan. Hann æfði vel, lagði sig allan fram og setti markið hátt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Aðeins 17 ára gamall var hann orðinn fastur maður í M-flokki KR og lék þar til 35 ára aldurs. Nunni var lengst af fyrirliði, fremstur á meðal jafningja, og það var þegjandi samkomulag innan liðsins að hann tæki öll fríspörk í nánd við mark andstæðinganna, hornspyrnur og að sjálfsögðu allar vítaspyrnur. Gengi fótboltans í KR var afar gott á þeim 19 leiktímabilum sem hann lék fyrir félagið. Nunni er örugglega sigursælasti leikmaður í sögu KR. Hann vann 9 Íslandsmeistaratitla. Bikarinn vann hann 5 sinnum og Reykjavíkurmótið 7 sinnum, auk annara smærri móta sem haldin voru á haustin áður en Bikarkeppninni var komið á fót árið 1960. Þá lék Nunni 9 landsleiki, en landsleikir voru mun færri í þá gömlu góðu daga. Nunni var lengi vel leikjahæstur KR-inga, eða allt til þess að Þormóður Egilsson sló það met. Hins vegar má telja víst að enginn hefur leikið jafn mörg keppnistímabil í M-flokki KR og Nunni. KR þakkar Gunnari Guðmannssyni fyrir einstakt framlag og frábær störf í þágu félagsins og og það er von okkar allra að æskulýðs- og unglingastarfið skili okkur fleiri afreksmönnum í anda Nunna.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira