Lesendur Vísis geta nú tekið þátt í kjörinu um íþróttamann ársins 2014.
Tilnefningum rigndi inn á meðan opið var fyrir þær í síðustu viku og geta lesendur nú kosið á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar.
Eftirfarandi eru tilnefnd:
Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna, Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund, Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar, Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti, Gunnar Nelson, bardagaíþróttir, Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, Jón Arnór Stefánsson, körfubolti, Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra, Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar, Sif Pálsdóttir, hópfimleikar.
Atkvæðagreiðsla hófst í dag og mun standa yfir hátíðarnar. Hún er með einfaldasta formi þar sem fólk einfaldlega lækar þá sem því finnst eiga titilinn skilið. Greiða má fleiri en einum atkvæði.
Íþróttamaður ársins verður svo kjörinn á íþróttavef Vísis í byrjun nýs árs.
Kosningin fer fram hér.
Kjóstu íþróttamann ársins á Vísi

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti