Stóra verkefnið Hjálmar Sveinsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar