Laugavegurinn – ábyrgð og lagfæringar Þórarinn Eyfjörð skrifar 21. janúar 2014 06:00 Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með ágætum. Þó vantaði í hana aðeins nýrri upplýsingar um hvað hefur verið gert í lagfæringum á göngustígum á síðustu tveimur árum, meðal annars á gönguleiðinni frá skála Ferðafélagsins Útivistar, yfir Fimmvörðuháls og að Skógum. Í góðu samstarfi hafa Útivist, Vinir Þórsmerkur og Skógrækt ríkisins unnið með sjálfboðaliðum og í sjálfboðaliðastarfi að viðgerð og endurbótum á stígum á þeirri leið með ágætum árangri. En betur má ef duga skal og verður því verkefni haldið áfram og þá í anda þess sem Útivist og fleiri hafa alltaf staðið fyrir; með sjálfboðavinnu. Auk þess hefur Útivist staðið að verndar- og uppgræðslustarfi í samvinnu við Landgræðsluna og Vegagerðina í Þórsmörk, en það er önnur saga. En aftur að viðtalinu við forseta FÍ. Ferðafélag Íslands býr við sérstöðu á Laugaveginum, vinsælustu og fjölförnustu gönguleið á hálendi Íslands. FÍ hefur í dag eitt félaga afnot af Landmannalaugasvæðinu öllu, síðan á félagið alla skála á leiðinni; í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og í Emstrum. Félagið hefur notið þessarar sérstöðu um langt skeið, byggt skála og haft af allri aðstöðu tekjur. Hvað átroðning varðar hefur það verið öllum ljóst að átroðningurinn undanfarin ár hefur verið langt umfram það sem æskilegt er. Enda bera ummerkin þess vitni. Því er það ljóst að alla umferð á svæðinu, bæði innkomu í Landmannalaugar og umferð á Laugaveginum, þarf að hugsa upp á nýtt og endurskipuleggja. Takmarka þarf þann fjölda sem kemur inn á svæðið og það þarf kröftugt átak til að lagfæra það sem ekki hefur nægilega vel verið hlúð að. SkattheimtaÍ viðtalinu boðar Ólafur Örn einskonar skattlagningu í Landmannalaugum og á Laugaveginum. Hann boðar að tekið verði; „upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum“. Umrætt umhverfisgjald á síðan að renna í sjóð sem FÍ, einhver ótilgreind fyrirtæki, fulltrúar frá þremur sveitarfélögum og fulltrúi frá Umhverfisstofnun eiga að stjórna. Stjórn þessi með umræddan sjóð til ráðstöfunar, á síðan að veita fé „fyrsta kastið“ til endurbóta á göngustígum. Síðan á féð að fara; „Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Hér er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Nú er það svo að umræðan um aðgengi ferðamanna að hálendinu og umgengni er í brennidepli þessar vikurnar. Mikið er rætt um fjármögnun nauðsynlegra verkefna og hvernig á að koma í framkvæmd aðkallandi verkefnum. Hugmyndin sem Ólafur Örn leggur til, er því í hinu stóra samhengi alltof þröng, auk þess sem það gætu reynst ákveðnir stjórnsýslulegir annmarkar á fyrirkomulaginu. Lítum nánar á tillöguna. Það sem verið er að leggja til er einskonar skattheimta. Skattheimta til að lagfæra það sem troðið hefur verið niður í þessum náttúruperlum. Það liggur fyrir að eitthvað róttækt verður að gerast í þessu máli og það er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd að fá sveitarstjórnir og Umhverfisstofnun að verkefninu. En það er úr of þröngum helli horft að þessir opinberu aðilar komi að fjármögnun og stjórnun þessara verkefna einungis„ ... til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Betra er að þessir opinberu aðilar fái það hlutverk að setja saman áætlun til aðgerða og lagfæringar á stærra landssvæði og skynsamlegra er að hinn breiði hópur hagsmunaaðila eigi þar aðkomu. Það má hugsa sér að þar að kæmu að heildarsamtök á borð við SAMÚT og Samtök ferðaþjónustunnar, sem þá ættu fulltrúa í verkefnahópnum fyrir hönd hagsmunaaðila. Til að þetta geti orðið þarf bæði að fjármagna verkið og veita slíkri viðbragðs- eða endurbótastjórn umboð til athafna til þess að loka svæðum tímabundið, hugsanlega til lengri tíma, eða draga úr umferð um Landmannalaugar og Laugaveg meðan lagfæringar fara fram. Hópnum gæti einnig verið falið vald til að takmarka aðgang að einstökum svæðum, gera tillögur að nýjum ferðamannastöðum, nýjum leiðum og nýjum „Laugavegum“. Slíkar valdheimildir og fjármögnun hlýtur að koma frá opinberum aðilum og þá helst frá umhverfisráðuneyti, en verkefnið væri skýrt; að bæta úr ástandinu og finna nýjar leiðir með hagsmuni allra að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með ágætum. Þó vantaði í hana aðeins nýrri upplýsingar um hvað hefur verið gert í lagfæringum á göngustígum á síðustu tveimur árum, meðal annars á gönguleiðinni frá skála Ferðafélagsins Útivistar, yfir Fimmvörðuháls og að Skógum. Í góðu samstarfi hafa Útivist, Vinir Þórsmerkur og Skógrækt ríkisins unnið með sjálfboðaliðum og í sjálfboðaliðastarfi að viðgerð og endurbótum á stígum á þeirri leið með ágætum árangri. En betur má ef duga skal og verður því verkefni haldið áfram og þá í anda þess sem Útivist og fleiri hafa alltaf staðið fyrir; með sjálfboðavinnu. Auk þess hefur Útivist staðið að verndar- og uppgræðslustarfi í samvinnu við Landgræðsluna og Vegagerðina í Þórsmörk, en það er önnur saga. En aftur að viðtalinu við forseta FÍ. Ferðafélag Íslands býr við sérstöðu á Laugaveginum, vinsælustu og fjölförnustu gönguleið á hálendi Íslands. FÍ hefur í dag eitt félaga afnot af Landmannalaugasvæðinu öllu, síðan á félagið alla skála á leiðinni; í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og í Emstrum. Félagið hefur notið þessarar sérstöðu um langt skeið, byggt skála og haft af allri aðstöðu tekjur. Hvað átroðning varðar hefur það verið öllum ljóst að átroðningurinn undanfarin ár hefur verið langt umfram það sem æskilegt er. Enda bera ummerkin þess vitni. Því er það ljóst að alla umferð á svæðinu, bæði innkomu í Landmannalaugar og umferð á Laugaveginum, þarf að hugsa upp á nýtt og endurskipuleggja. Takmarka þarf þann fjölda sem kemur inn á svæðið og það þarf kröftugt átak til að lagfæra það sem ekki hefur nægilega vel verið hlúð að. SkattheimtaÍ viðtalinu boðar Ólafur Örn einskonar skattlagningu í Landmannalaugum og á Laugaveginum. Hann boðar að tekið verði; „upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum“. Umrætt umhverfisgjald á síðan að renna í sjóð sem FÍ, einhver ótilgreind fyrirtæki, fulltrúar frá þremur sveitarfélögum og fulltrúi frá Umhverfisstofnun eiga að stjórna. Stjórn þessi með umræddan sjóð til ráðstöfunar, á síðan að veita fé „fyrsta kastið“ til endurbóta á göngustígum. Síðan á féð að fara; „Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Hér er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Nú er það svo að umræðan um aðgengi ferðamanna að hálendinu og umgengni er í brennidepli þessar vikurnar. Mikið er rætt um fjármögnun nauðsynlegra verkefna og hvernig á að koma í framkvæmd aðkallandi verkefnum. Hugmyndin sem Ólafur Örn leggur til, er því í hinu stóra samhengi alltof þröng, auk þess sem það gætu reynst ákveðnir stjórnsýslulegir annmarkar á fyrirkomulaginu. Lítum nánar á tillöguna. Það sem verið er að leggja til er einskonar skattheimta. Skattheimta til að lagfæra það sem troðið hefur verið niður í þessum náttúruperlum. Það liggur fyrir að eitthvað róttækt verður að gerast í þessu máli og það er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd að fá sveitarstjórnir og Umhverfisstofnun að verkefninu. En það er úr of þröngum helli horft að þessir opinberu aðilar komi að fjármögnun og stjórnun þessara verkefna einungis„ ... til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélags Íslands“. Betra er að þessir opinberu aðilar fái það hlutverk að setja saman áætlun til aðgerða og lagfæringar á stærra landssvæði og skynsamlegra er að hinn breiði hópur hagsmunaaðila eigi þar aðkomu. Það má hugsa sér að þar að kæmu að heildarsamtök á borð við SAMÚT og Samtök ferðaþjónustunnar, sem þá ættu fulltrúa í verkefnahópnum fyrir hönd hagsmunaaðila. Til að þetta geti orðið þarf bæði að fjármagna verkið og veita slíkri viðbragðs- eða endurbótastjórn umboð til athafna til þess að loka svæðum tímabundið, hugsanlega til lengri tíma, eða draga úr umferð um Landmannalaugar og Laugaveg meðan lagfæringar fara fram. Hópnum gæti einnig verið falið vald til að takmarka aðgang að einstökum svæðum, gera tillögur að nýjum ferðamannastöðum, nýjum leiðum og nýjum „Laugavegum“. Slíkar valdheimildir og fjármögnun hlýtur að koma frá opinberum aðilum og þá helst frá umhverfisráðuneyti, en verkefnið væri skýrt; að bæta úr ástandinu og finna nýjar leiðir með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar