Opið bréf vegna RIFF Dimitri Eipides skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég starfaði sem dagskrárstjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vettvangur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki víðsvegar að úr heiminum og auðga þannig kvikmyndamenningu Reykjavíkurborgar. Á þessum árum varð ég mér til mikillar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvernig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skapandi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmyndaiðnaði og framleiðslu. Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar. Ég vona innilega að borgarstjórn Reykjavíkur muni endurskoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíðarinnar. Það er trú mín að áframhaldandi stuðningur borgarstjórnar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mikinn árangur á þessu sviði sé skynsamlegasti valkosturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég starfaði sem dagskrárstjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vettvangur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki víðsvegar að úr heiminum og auðga þannig kvikmyndamenningu Reykjavíkurborgar. Á þessum árum varð ég mér til mikillar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvernig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skapandi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmyndaiðnaði og framleiðslu. Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar. Ég vona innilega að borgarstjórn Reykjavíkur muni endurskoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíðarinnar. Það er trú mín að áframhaldandi stuðningur borgarstjórnar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mikinn árangur á þessu sviði sé skynsamlegasti valkosturinn.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar