Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar 12. mars 2025 22:02 Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt er að ríkissjóður Íslands ætli að kaupa fleiri sprengjur og vopn til og senda til útlanda, til manna sem telja sig þurfa á slíku að halda. Hér verður að staldra við. Það er árátta Evrópumanna, og reyndar fleiri, að þurfa að fara í stríð öðru hverju. Þannig er saga Evrópu frá öndverðu. Þótt flestir segist kjósa frið reynist krafturinn sem togar í stríð stundum sterkari. Það er ekki á hvers manns færi að skilja það. Núna hefur verið barist óralengi í Úkraínu og heimildir benda til að búið sé að drepa um milljón ungra manna og um milljón menn hafi verið limlestir. Sjálfsagt hafa sumir varpað sér sjálfviljugir í kvörnina, eftir að hafa látið ginnast af fagurgala stríðsæsingamanna, en aðrir verið neyddir á vígvöllinn. Víst má telja að það skipti allan þorra manna á þessum slóðum litlu máli hvort landamæri séu færð í austur eða vestur, þótt í hita leiksins finnist sumum hávaðamönnum annað. Margt bendir til að íbúar í þeim sveitum sem stríðsaðilar vilja frelsa á víxl hafi takmarkaðan áhuga á frelsun, enda er frelsið svipað beggja vegna landamæranna. Fullvíst má þó telja að þeir vilji frið. Þegar Evrópumenn detta svona hressilega í það, eiga Íslendingar þá að finna þann sem skárri hefur málstaðinn og kaupa handa honum byssur og sprengjur til að manndrápin geti haldið takti? Eða fer okkur kannski betur að reyna að bera klæði á vopnin? Nú finnst kannski einhverjum að vonda liðið sé lítils virði, það megi deyja. En það verður ekki þannig, þótt aðeins annað liðið fái fleiri sprengjur að gjöf. Menn deyja á báða bóga, líklega flestir í því liði sem er að tapa. Sá aðili er að verða uppiskroppa með kjöt í kvarnirnar og útvegar sér meira hráefni með því að sækja menn með valdi á götum úti í bæjum og borgum eða í landamæraskógunum þar sem þeir reyna að sleppa út úr ríki villimennskunnar. Þeir sem næst í eru klæddir í búning og sigað á virki hins liðsins þar sem þeir eru skotnir eða sprengdir samdægurs. Er það verkefni sem Íslendingar vilja borga fyrir, svo það geti haldið áfram? Hver verður svo til að þakka Íslendingum að leik loknum fyrir að hafa framlengt drápin og eyðilegginguna? Ætli það verði foreldrar, ekkjur og börn þeirra Rússa og Úkraínumanna sem voru drepnir til viðbótar, vegna þess að það var hægt að útvega meiri skotfæri með aðstoð Íslendinga? Nei, líklega ekki. Það mun enginn þakka fyrir gjörning af þessu tagi, en margir munu reyna að gleyma honum sem allra fyrst. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar