Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 15. maí 2025 15:02 Í dag eru rafveitur undanþegnar fasteignamati. Það þýðir að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu – svo sem stíflur, lón og önnur tilheyrandi mannvirki – bera ekki fasteignaskatt. Eingöngu er greiddur fasteignaskattur af stöðvarhúsum, og það eitt. Fasteignaskattur er þó einn af þremur lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga, ásamt útsvari og greiðslum úr Jöfnunarsjóði. Þessi undanþága veldur því að sveitarfélög verða af verulegum tekjum, sérstaklega þau sem hýsa stórar virkjanir. Nefna má mitt eigið sveitarfélag, Múlaþing. Þar er að finna Kárahnjúkavirkjun. Uppistöðulón hennar, Hálslón, er 57 ferkílómetra stórt – það er allt innan marka Múlaþings, hefur 600 metra fallhæð og afkastagetu upp á 690 megavött. Hálslón er svo stórt að það sést frá geimnum – það er stærra en Bermúdaeyjar. Til að setja þetta í samhengi: Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, kostaði 146 milljarða króna við upphaf og er núvirt í dag rúmlega 335 milljarðar. Árið 2023 nam hagnaður Landsvirkjunar af grunnrekstri (fyrir skatta) 50 milljörðum króna, og árið þar á undan 40 milljörðum. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu verðmætasköpun fær Múlaþing einungis fasteignaskatt af vatnsréttindum – um 15 milljónir króna á ári. Fljótsdalshreppur fær einnig tekjur af stöðvarhúsi og vatnsréttindum – um 150 milljónir. Samtals fær Austurland því rétt tæplega 170 milljónir í fasteignaskatt vegna þessarar stærstu framkvæmdar Íslandssögunnar. Það er mikilvægt að minna á að verðmætin verða ekki til í rafmagnslínunum heldur í náttúrunni – þar sem orkan er framleidd, ekki endilega nýtt. Enn í dag bíðum við eftir þriggja fasa rafmagni á Jökuldal – þótt risavirkjunin sé staðsett í bakgarðinum. Fjöldi starfa vegna raforkuframleiðslunnar er hverfandi – áætlað er að innan við tuttugu störf falli til vegna hennar á Austurlandi. Og ofan á þetta greiðum við háar upphæðir í dreifbýlisgjald raforku. Nærsamfélög eiga skýlausan rétt á sanngjörnum hlut af þeim verðmætum sem verða til innan þeirra. Því fagna ég sérstaklega þeim áformum innviðaráðherra sem birtust í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni – um að leggja fram frumvarp á haustþingi sem afnemur undanþágu vatnsafls-, jarðvarma- og vindorkuvera frá fasteignamati. Þetta skref er ekki einungis eðlilegt heldur sanngjarnt og réttlátt. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og stjórnarmaður í Samtökum orkusveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Múlaþing Orkumál Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í dag eru rafveitur undanþegnar fasteignamati. Það þýðir að stærstur hluti mannvirkja til orkuframleiðslu – svo sem stíflur, lón og önnur tilheyrandi mannvirki – bera ekki fasteignaskatt. Eingöngu er greiddur fasteignaskattur af stöðvarhúsum, og það eitt. Fasteignaskattur er þó einn af þremur lögbundnum tekjustofnum sveitarfélaga, ásamt útsvari og greiðslum úr Jöfnunarsjóði. Þessi undanþága veldur því að sveitarfélög verða af verulegum tekjum, sérstaklega þau sem hýsa stórar virkjanir. Nefna má mitt eigið sveitarfélag, Múlaþing. Þar er að finna Kárahnjúkavirkjun. Uppistöðulón hennar, Hálslón, er 57 ferkílómetra stórt – það er allt innan marka Múlaþings, hefur 600 metra fallhæð og afkastagetu upp á 690 megavött. Hálslón er svo stórt að það sést frá geimnum – það er stærra en Bermúdaeyjar. Til að setja þetta í samhengi: Kárahnjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, kostaði 146 milljarða króna við upphaf og er núvirt í dag rúmlega 335 milljarðar. Árið 2023 nam hagnaður Landsvirkjunar af grunnrekstri (fyrir skatta) 50 milljörðum króna, og árið þar á undan 40 milljörðum. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu verðmætasköpun fær Múlaþing einungis fasteignaskatt af vatnsréttindum – um 15 milljónir króna á ári. Fljótsdalshreppur fær einnig tekjur af stöðvarhúsi og vatnsréttindum – um 150 milljónir. Samtals fær Austurland því rétt tæplega 170 milljónir í fasteignaskatt vegna þessarar stærstu framkvæmdar Íslandssögunnar. Það er mikilvægt að minna á að verðmætin verða ekki til í rafmagnslínunum heldur í náttúrunni – þar sem orkan er framleidd, ekki endilega nýtt. Enn í dag bíðum við eftir þriggja fasa rafmagni á Jökuldal – þótt risavirkjunin sé staðsett í bakgarðinum. Fjöldi starfa vegna raforkuframleiðslunnar er hverfandi – áætlað er að innan við tuttugu störf falli til vegna hennar á Austurlandi. Og ofan á þetta greiðum við háar upphæðir í dreifbýlisgjald raforku. Nærsamfélög eiga skýlausan rétt á sanngjörnum hlut af þeim verðmætum sem verða til innan þeirra. Því fagna ég sérstaklega þeim áformum innviðaráðherra sem birtust í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni – um að leggja fram frumvarp á haustþingi sem afnemur undanþágu vatnsafls-, jarðvarma- og vindorkuvera frá fasteignamati. Þetta skref er ekki einungis eðlilegt heldur sanngjarnt og réttlátt. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og stjórnarmaður í Samtökum orkusveitarfélaga.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun