Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2014 07:00 Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tekur í höndina á François Hollande, forseta Frakklands, í gær. Nordicphotos/AFP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti. Úkraína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, fundaði í París í gær með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegum sínum frá stærstu ríkjum Evrópusambandsins. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra björgunarpakka en Úkraínumenn segjast þurfa 35 milljarða evra til að komast hjá gjaldþroti. Samkvæmt upplýsingum frá háttsettum frönskum samningamanni vildi Lavrov ekki hitta úkraínska kollega sína í gær. Lavrov sagði Rússa vera opna fyrir samningaumleitunum en vandamálið væri að þeir þverneituðu að viðurkenna nýja ríkisstjórn Úkraínu og hvað þá að sitja með henni til borðs og ræða málin. Herlið Rússa er enn staðsett á Krímskaga. Rússar telja Úkraínu vera mikilvægan hluta af sínu pólitíska landslagi. Lavrov sagði á fundinum í París að Vesturlönd hefðu stutt atburði í Úkraínu sem Rússar líti á sem valdarán. Um leið hafi þau með stuðningi sínum sett slæmt fordæmi fyrir þá sem hyggi á valdarán í öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er byrjuð að styrkja varnir bandamanna sinna í Evrópu vegna ástandsins á Krímskaga. Að sögn Chucks Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru sameiginlegar flugæfingar hafnar með pólska lofthernum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar einnig að taka meiri þátt en áður í herflugi NATO-ríkjanna innan Eystrasaltsríkjanna. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallin í gær. Þeir ræddu framvindu mála í Úkraínu síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Gunnar Bragi ítrekaði fordæmingu Íslands á framferði Rússa. Hann sagði aðgerðir þeirra á Krímskaga brot á alþjóðalögum og undirstrikaði að rússneskur liðsafli yrði að hverfa aftur til bækistöðva sinna svo hægt verði að leita sátta með friðsamlegum hætti.
Úkraína Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira