Mótvægisaðgerðir ekki óviðráðanlegar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. apríl 2014 06:00 Félagar í Greenpeace-samtökunum notuðu að venju tækifærið á meðan loftslagsnefndin fundaði og vöktu athygli á málstað sínum. Vísir/AP Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur. Loftslagsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur.
Loftslagsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira