Frelsinu fylgir ábyrgð Bóas Hallgrímsson skrifar 7. maí 2014 07:00 Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun