Kveð Kiel á góðu nótunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson mun klæðast frægum búningi Barcelona næstu tvö árin að minnsta kosti. Fréttablaðið/Getty Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Verst geymda leyndarmálið í evrópskum handbolta var opinberað í gær þegar Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni að það hefði gert tveggja ára samning við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson, leikmann Þýskalandsmeistara Kiel. Guðjón Valur gat því loksins tjáð sig um vistaskiptin í gær en þá var hann að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik íslenska landsliðsins gegn Bosníu í Sarajevó í undankeppni HM 2015. Guðjón Valur á glæsilegan feril að baki en síðustu tvö árin hefur hann leikið með Kiel og orðið Þýskalandsmeistari í bæði árin. En fyrr í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram í herbúðum félagsins eftir að samningur hans rennur út í sumar. Þakkaði fyrir og sagði bless „Ég fékk tilboð frá Kiel sem ég var ekki nógu ánægður með, í hreinskilni sagt. Ég bað því umboðsmann minn um að kanna hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir mig,“ segir Guðjón Valur um aðdraganda félagaskiptanna en bætir því við að hann hafi ekki verið sáttur við hversu lengi hann þurfti að bíða eftir samningstilboði Kiel. „Það var búið að halda manni í óvissu í tvo, þrjá mánuði og svo þegar tilboðið kom loksins hafði ég aðeins þrjá daga til að gefa svar. Þá þakkaði ég bara fyrir mig og sagði bless,“ segir Guðjón Valur en bætir við að hann hafi rætt málin við stjórn Kiel og skilji við félagið á góðum nótum. Hann segir að nokkrir kostir hafi staðið sér til boða þegar ljóst varð að hann myndi fara frá Kiel. „En um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til,“ segir Guðjón Valur og viðurkennir að það sé draumi líkast að fá að spila með þessu fornfræga félagi. Guðjón Valur rifjar upp að hans fyrsta tilboð frá atvinnumannafélagi kom árið 2000 þegar hann var á mála hjá KA. „Það kom frá spænsku félagi og síðan þá hefur það ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Svo hélt ég að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði hann en fjárhagur margra spænskra liða hefur verið erfiður síðustu ár. „Það kom mér þar að auki á óvart að Barcelona vildi fá mann til liðs við sig sem er á þessum aldri,“ bætir hann við en Guðjón Valur verður 35 ára gamall í sumar. Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort samningurinn sé mögulega hans síðasti á atvinnumannaferlinum. „Aðrir hafa meiri áhyggjur af aldrinum mínum en ég. Mér líður vel, hef verið að spila ágætlega og er í góðu formi. Ég er ekkert að spá í því hvort eða hvenær ég eigi að hætta.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo. 7. júní 2014 07:30