Bull á sterum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. júlí 2014 06:00 Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun