Til byrði eða bóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun