Rússar mega búast við hörðum viðbrögðum frá NATO Snærós Sindradóttir skrifar 14. ágúst 2014 08:00 Sigmundur Davið og Anders dásömuðu veðrið við ráðherrabústaðinn á miðvikudag. VÍSIR/GVA „Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því að Pútín horfi víðar en til Úkraínu. Markmið Rússa er augljóslega að koma í veg fyrir frekari samruna Austur-Evrópulandanna við Vesturlönd í Evrópu. Þeir vilja festa rússnesk áhrif í nágrannalöndum sínum í sessi,“ sagði Anders Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Hann er staddur hér á landi í sinni síðustu heimsókn sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Áætlað er að hann láti af embætti í lok næsta mánaðar. Fogh Rasmussen átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og ræddi meðal annars stöðuna í Úkraínu en þar hafa geisað átök um margra mánaða skeið. „Ég held að leiðtogar í Kreml séu meðvitaðir um það að minnsta tilraun til að ógna aðildarríkjum okkar muni vekja mjög hörð viðbrögð frá okkar hlið. Tilvist Atlantshafsbandalagsins, ein og sér, mun koma í veg fyrir árás Rússa á aðildarríki,“ sagði hann. Á fundinum greindi Fogh Rasmussen meðal annars frá þrískiptum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins til varnar gegn auknum afskiptum Rússa á Eystrasaltssvæðinu og í Austur-Evrópu. Í fyrsta lagi hefur lofthelgisgæsla verið aukin til muna í Eystrasaltslöndunum. Jafnframt hafa flotar á Eystrasaltinu og Svartahafi verið búnir undir að bregðast hratt við hættuástandi. Í öðru lagi mun Atlantshafsbandalagið auka samvinnu sína við Úkraínu til að styrkja herafla landsins. Nútímavæðing heraflans og endurskipulagning mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hefur samvinnu við Rússland verið slitið. Enn er opið fyrir pólitíska samræðu á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins en að öðru leyti hefur afskiptum verið slitið. Sú ákvörðun var tekin í apríl á þessu ári.Lokaheimsóknin Anders Fogh Rasmussen sló á létta strengi með forsætisráðherra í upphafi fundar í gær. Fréttablaðið/GVAFogh Rasmussen lagði áherslu á það á fundinum að Ísland tæki fullan þátt í aðgerðum bandalagsins gegn Rússlandi. „Á þessum óvissutímum þörfnumst við Atlantshafsbandalagsins meira en nokkru sinni. Ég treysti á stuðning Íslands til að skýra línurnar og gera bandalagið traustara og sveigjanlegra,“ sagði Fogh Rasmussen meðal annars. Hann segir að breytt staða í Evrópu af völdum Rússa sé ein ástæða þess að mikilvægi hnattrænnar stöðu Íslands hafi aukist á ný. „Við sjáum enga yfirvofandi hættu fyrir Ísland en við höfum tækifæri til að auka mjög gæslu í lofthelgi Íslands með skömmum fyrirvara ef nauðsyn krefur,“ sagði Fogh Rasmussen á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær. „Ég held að megi með sanni segja að hnattræn staða Íslands sé orðin mikilvægari. Ekki einungis vegna ástandsins í Evrópu, sem er til orðið vegna ólöglegra hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu, heldur líka vegna loftslagsbreytinga.“ Bráðnun hafíss hafi opnað siglingaleiðir um norðurskautið sem áður hafi ekki verið mögulegar.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira