Breytingar á neyslusköttum – mikilvægt skref í rétta átt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar