Mun ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Þingflokkur sjálfstæðismanna telur stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vera erfiða. Einn þingmaður flokksins efast um að hægt sé að styðja hana. Formaðurinn segir ólíklegt að hún snúi aftur í dómsmálaráðuneytið. vísir/vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að öllum líkindum ekki snúa aftur í dómsmálaráðuneytið. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Hanna baðst lausnar undan þeim verkefnum sem heyra undir dómsmálin. Við gerðum ráð fyrir að það væri bráðabirgðaráðstöfun en nú þurfum við að setjast yfir það hvernig við skipum það ráðuneyti út kjörtímabilið,“ segir Bjarni. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru áhyggjufullir á þingflokksfundi í gær vegna afleiðinga lekamálsins. Þingflokkurinn kom saman á fundi þar sem játning Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu, og staða hennar í kjölfarið bar hæst. Eftir fundinn lýsti Bjarni yfir fullum stuðningi við Hönnu Birnu. Bjarni segir hana hafa fengið mikinn stuðning í þingflokknum og hafa stuðning hans óskoraðan til að halda áfram störfum sínum. Aðspurður hvort allir þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við Hönnu svarar Bjarni: „Það voru þingmenn sem tóku ekki til máls á fundinum. Við getum orðað það þannig.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að fundurinn hafi verið erfiður og tilfinningaþrunginn. Málið valdi þingmönnum áhyggjum, sem hafi þó, sér í lagi eftir afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu Bjarna upphafi fundar, ákveðið að styðja Hönnu sem heild. Einn þingmaður flokksins taldi þó að það yrði erfitt. „Ég get staðfest að við ræddum um málið á mjög opinn og hreinskiptin hátt,“ segir Bjarni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum fréttastofu myndi umboðsmaður Alþingis skila af sér áliti, vegna embættisfærslna Hönnu sem innanríkisráðherra meðan lögreglurannsókn á lekamálinu var í gangi, á næstu dögum. Þar komi fram áfellisdómur yfir verkum hennar, hún hafi verið vanhæf til að eiga í samskiptum við Stefán Eiríksson, lögreglustjóra og þannig brotið gegn óskráðri reglu um sérstakt hæfi. Samskiptin hafi ekki samrýmst yfirstjórnunarheimildum hennar gagnvart embættinu. Bjarni segir að verði niðurstaðan sú að Hanna hafi brotið hæfisreglur sé það ekki mjög fjarri því sem Hanna hafi sjálf sagt um samskipti sín við lögreglustjórann. „Það er í sjálfu sér ekki mikið nýtt í málinu,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira