Ilya Yashin, náinn samstarfsmaður stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov, efast um það að að mennirnir tveir sem hafa verið ákærðir vegna morðsins á Nemtsov séu í raun sekir.
Mennirnir, sem eru frá Tsjeteníu, voru handteknir á laugardaginn og færðir fyrir dómara í gær. Annar þeirra hefur játað aðild sína að morðinu en auk tvímenninganna eru þrír aðrir í haldi lögreglu, grunaðir um að aðstoða við morðið og skipulagningu þess.
Í samtali við BBC sagði Yashin trúa því að morðingjar Nemtsov væru í Rússlandi og jafnvel í ríkisstjórn landsins. Hann sagði morðið vera hryðjuverk, ætlað til þess að vekja ótta í rússnesku samfélagi.
Þeir sem koma að rannsókn morðsins höfðu áður ýjað að því að Nemtsov hafi verið myrtur vegna þess að hann varði útgáfu franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo sem birti meðal annars myndir af Múhameð spámanni.
Yashin sagði það hins vegar af og frá að Nemtsov hafi verið myrtur vegna þess. Hann hafi fyrst og fremst gagnrýnt Pútín og rússnesku ríkisstjórnina en ekki íslamska öfgamenn.