Síðustu mínútur flugsins Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2015 11:30 Fjallshlíðin þar sem vélin brotlenti er mjög brött og gerir það starf björgunarmanna erfitt. Vísir/EPA Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015 Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Þrjátíu mínútna hljóðupptaka úr flugstjórnarklefa vélarinnar hefur gefið skýrustu myndina af atburðarrásinni hingað til þegar flugvél Germanwings brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn. 150 létust í brotlendingunni, þar af sex áhafnarmeðlimir. Erlendir miðlar hafa púslað saman síðustu mínútum flugsins út frá þeim gögnum sem liggja fyrir. Vélinni var flogið af stað frá Barcelona klukkan 9:01 á þriðjudaginn og stefnan sett á Düsseldorf í Þýskalandi. Langflestir farþegar vélarinnar, alls 71, voru frá Þýskalandi, 48 voru frá Spáni, þrír frá Argentínu, þrír frá Ameríku, tveir frá frá Ástralíu, tveir frá Bretlandi, tveir frá Kólumbíu og tveir frá Íran. Þar að auki voru einstaklingar frá öðrum löndum. Síðustu samskipti flugumferðarstjórnar við flugvélina voru klukkan 09:30. Á þeim tímapunkti virtist allt vera á réttu róli, samkvæmt BBC. Mínútu seinna fór vélin að lækka flugið. Saksóknarinn Brice Robin sagði í gær að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hefðu samræður flugmannanna verið eðlilegar. Hins vegar sagði hann að þegar flugstjórinn fór að tala um lendingarferlið hafi svör aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubitz orðið stutt og reiðileg. Skömmu seinna stóð flugstjórinn upp til þess að fara á klósettið og bað Lubitz um að taka við stjórninni. Þá má heyra hurð lokast og aðstoðarflugmaðurinn var einn í flugstjórnarklefanum. Mun hann þá hafa breytt stillingum vélarinnar svo hún fór að lækka flugið. „Breytingin á hæðarstillingunni getur einungis hafa verið vísvitandi,“ sagði Robin. Samkvæmt gagnagreiningu starfsmanna Flightradar24 var hæðarstillingu sjálfsstýringarinnar breytt úr 38 þúsund fetum í hundrað. Analysis of Flightradar24 ADS-B/ModeS data: Autopilot was manually changed from 38,000 to 100 ft at 09:30:55 #4U9525 pic.twitter.com/YKZKPxMnm7— Flightradar24 (@flightradar24) March 26, 2015 Starfsmenn flugumferðarstjórnar reyndu að ná sambandi við vélina þegar þeir sáu hæðarbreytingarnar, en fengu engin svör. Um klukkan 09:35 bankaði flugstjórinn á dyr flugstjórnarklefans og bað um að vera hleypt inn. Honum var heldur ekki svarað og reyndi hann þá að slá inn neyðarnúmer til opna dyrnar. Þegar númerið er slegið inn er 30 sekúndna tímabil þar sem mögulegt er að koma í veg fyrir opnun dyranna úr flugstjórnarklefanum. Þegar dyrnar opnuðust ekki eftir þessar 30 sekúndur byrjaði flugstjórinn að berja harðar á hurðina og og biðja Lubitz um að hleypa sér inn. Meðal annars notaði hann öxi til að reyna að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann. Andardráttur aðstoðarflugmannsins heyrist á upptökunum og hefur honum verið lýst sem eðlilegum. Hann sendi ekki út nein neyðarskilaboð, né sagði hann stakt orð. Á undir tíu mínútum brotlenti flugvélin í Ölpunum, en hún flaug á fjall á um 700 kílómetra hraða. Undir lok myndbandsins heyrast öskur farþeganna á upptökunni, en Robin telur að þau hafi ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast fyrr en í blálokin. Flugumferðarstjórn missti radarsamband við vélina klukkan 09:40:47 og þá var vélin í 6.175 feta hæð. #INFOGRAPHIC Precedents of pilots downing their planes pic.twitter.com/25gtCGysea— Agence France-Presse (@AFP) March 27, 2015
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21 Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49 Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni. 26. mars 2015 21:53
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Kafa djúpt í líf Lubitz Þýska lögreglan hefur hafið viðamikla rannsókn á lífi Andreasar Lubitz, aðstoðarflugmanni German Wings sem flaug Airbus þotu af ráðnum hug á fjallshlíð í Ölpunum. 27. mars 2015 07:21
Germanwings fjarlægir auglýsingar í London "Búðu þig undir að láta koma þér á óvart“ stendur á auglýsingunum Germanwings í neðanjarðarlestarkerfinu í London. 27. mars 2015 09:49
Flugmenn koma Lubitz til varnar Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans. 27. mars 2015 10:06