Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. mars 2015 11:44 150 manns fórust þegar vélinni var flogið á fjallið. Vísir/AFP Saksóknarar í Marseille í Frakklandi segja að aðstoðarflugmaður Germanwings vélarinnar sem brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn hafi brotlent vélinni viljandi.Um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið læsti aðstoðarflugmaðurinn klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu.Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað.Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni.Aðstoðarflugmaðurinn hét Andreas Lubitz og var 28 ára Þjóðverji frá bænum Montabaur í Rínarlandi-Pfalz.16:26:Aðstandendur gefa lífsýniHamish Macdonald, fréttamaður ABC, greinir frá því að yfirmaður aðgerða á vettvangi í frönsku Ölpunum hafi nýverið rætt við blaðamenn. „Ég mun ekki lýsa því sem blasti við mínum mönnum á staðnum. Þetta er ekki sýning. Við verðum að bera virðingu fyrir fórnarlömbunum,“ sagði yfirmaðurinn. Macdonald greinir frá því að milli 250 og 300 aðstandendur fórnarlambanna hafi nú komið til bæjanna sem eru næst staðnum þar sem flugvélinni var flogið á fjall. Þeir hafi verið beðnir um að gefa lífsýni til að auðvelda það að bera kennsl á líkin. „Sumir vilja vera hér í nokkra daga en flestir fara aftur heim í kvöld.“16:20:Facebook-reikningi Lubitz lokaðBúið er að loka Facebook-reikningi aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz. Á síðunni segir að uppáhaldstónlistarmenn Libitz séu Paul Kalkbrenner og David Guetta.16:12:Aðstandendum boðin áfallahjálp Um fjörutíu aðstandendur þeirra 150 sem fórust í komu saman í dag í bæjunum Seyne-les-Alpes og Le Vernet. Þar standa kapellur opnar auk þess að sálfræðingar eru til staðar til að þjónusta þá sem syrgja. Spiegel greinir frá.15:50:Icelandair og Wow breyta verklagiBæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna staðfesta þetta í samtali við Vísi.15:45:Blaðamannafundur Angelu MerkelAngela Merkel Þýskalandskanslari segist mjög slegin vegna þeirra frétta sem bárust frá saksóknaranum í Marseille fyrr í dag. Blaðamannafundur Merkel hófst klukkan 15:30. „Það er erfitt að meta þá þjáningu sem þessi harmleikur hefur kallað yfir fjölda fjölskyldna. Í dag hefur okkur svo verið greint frá því að þessi harmleikur hefur öðlast nýja og óskiljanlega vídd.“ Merkel sagði þýsk stjórnvöld munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda rannsókn málsins.Chancellor #Merkel on new #4U9525 findings: "Something that goes beyond any imagination" https://t.co/YXDS41y1hO MT @RegSprecher (GK)— German Consulate NY (@GermanyNY) March 26, 2015 15:30: Lubitz glímdi við þunglyndi árið 2009Matthias Gebauer, fréttamaður Spiegel, segir að vinir aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz hafi greint frá því að Lubitz hafi „brunnið út“ eða glímt við þunglyndi árið 2009. Á þeim tíma hafi hann þurft að gera hlé á flugnámi sínu.schoolmates of co-pilot who crashed #4U9525 tell german reporters he took 6-months break from flight training in 2009 due to burnout-syndrom— Matthias Gebauer (@gebauerspon) March 26, 2015 15:07:Foreldrar Lubitz í FrakklandiAð sögn France Info komust foreldrar aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz fyrst að því að líklegt sé talið að sonur þeirra hafi valdið því að flugvélinni var grandað, þegar þau komu til Marseille í Frakklandi ásamt aðstandendum annarra sem fórust. Í frétt Telegraph segir að foreldrarnir séu í áfalli og verði brátt yfirheyrð af lögreglu. Rúta með fjörutíu aðstandendum er nú komin til Seyne-les-Alpes og er von á tíu rútum til viðbótar.15:01:Montabaur, heimabær Lubitz Montabaur, heimabær aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz, er lítill bær í Rínarlandi, um sextíu kílómetra norðvestur af Frankfurt. Lögregla hefur girt af heimili Lubitz-fjölskyldunnar sem er í útjaðri bæjarins. Íbúar telja um 12 þúsund.14:48:Norwegian breytir verklagi sínuNorska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að breyta verklagi þannig að að minnsta kosti tveir verði að vera í flugstjórnarklefanum þegar vél er á flugi. NRK greinir frá þessu. Evrópskar reglur kveða ekki á um að áhafnarmeðlimur verði að vera í flugstjórnarklefanum þegar annar flugmannanna þarf að skreppa frá, til dæmis til að fara á salernið. Bandarískar reglur kveða hins vegar á um slíkt.14:32: Jakkafataklæddir menn halda inn á heimili LubitzTveir jakkafataklæddir menn fóru inn á heimili aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz í Montabaur fyrir skemmstu. Verdens Gang greinir frá þessu. Lögregla sem er á staðnum ræddi fyrst við mennina áður en þeir héldu inn. Fréttamaður VG sem er á staðnum segir ekki ljóst frá hvaða embætti mennirnir koma en þykir líklegt að verið sé að framkvæma húsleit.14:22:Blaðamannafundi Lufthansa lokiðBlaðamannafundi forsvarsmanna Lufthansa og dótturfélagsins Germanwings lauk í Köln fyrir skemmstu. 14:21: Treystir flugmönnum Lufthansa Cartsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segist treysta öllum þeim flugmönnum sem fljúga fyrir félagið. „Þetta er einstakur atburður.“ Hann segist einnig bera full traust til þeirrar þjálfunar og þeirra rannsókna sem flugmenn félagsins gangast undir.14:15: Lufthansa kannar ekki andlega líðan flugmannaCarsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að flugmenn félagsins fari reglulega í læknisskoðun, en að andleg líðan þeirra sé ekki skoðuð sérstaklega. Þetta kom fram á fréttamannafundi forsvarsmanna Lufthansa og Germanwings. 14:03: Flugmaðurinn gerði ekkert rangtCarsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að hvorki Germanwings né Lufthansa séu með sérstakar starfsreglur sem kveða á um að áhafnarmeðlimur þurfi að vera eftir í flugstjórnarklefanum ef annar flugmannanna þarf að yfirgefa klefann, til dæmis til að fara á salernið. Spohr segir að evrópskar reglugerðir krefjist þess ekki og hann sagðist ekki vita til þess að samkeppnisaðilar félaganna starfi eftir slíkum reglum. Aðspurður um hvort flugmaðurinn hafi gert eitthvað rangt með því að skilja aðstoðarflugstjórann einan eftir segir Spohr svo ekki vera. 13:54: Hörmulegur, einstakur atburður Thomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, ræddi einnig mál sem varða flugstjórnarklefa og öryggismál. „Það sem gerðist er hörmulegur, einstakur atburður. Við erum að fást við ráðgátu.“ Hann segir að engin sérstök kerfi hefðu getað komið í veg fyrir slíkan atburð. Hann viðurkenndi að dyrnar inn í flugstjórnarklefa hafi verið efldar á síðustu árum þannig að ekki sé hægt að opna þær með þvi að notast við vopn. Einungis sé hægt að opna dyrnar með því að slá inn sérstakan kóða sem allir áhafnarmeðlimir kunna. Þó er hægt að koma í veg fyrir að dyrnar séu opnaðar utan frá úr flugstjórnarklefanum sjálfum.13:46: Fréttamannafundur Lufthansa er hafinnFréttamannafundur forsvarsmanna Lufthansa og Germanwings er hafinn í höfuðstöðvum Lufthansa í Köln. Talsmaður Lufthansa segist vera orðlaus eftir að fréttir bárust frá saksóknara um að aðstoðarflugstjóri vélarinnar hafi komið í veg fyrir að flugstjórinn kæmist inn í flugstjórnarklefann, og mögulega flogið vélinni inn í fjallið. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt síðustu daga. Við erum í áfalli og ég hefði ekki getað ímyndað mér að málið myndi versna.“ Thomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, segir aðstoðarflugmanninn hafa hafið þjálfun hjá félaginu árið 2008 og fyrst starfað sem flugþjónn. Hann segir ekkert óvenjulegt hafa einkennt þjálfun Lubitz. „Þetta er hræðilegasti atburðurinn í sögu flugfélagsins.“WATCH LIVE: Lufthansa CEO press conference on #Germanwings crash http://t.co/nrYNHbRO1r pic.twitter.com/s5Mwvfh7bZ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) March 26, 2015 13:39: Rajoy sorgmæddur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur lýst yfir sorg vegna þeirra fregna sem bárust á fréttamannafundinum í Marseille í hádeginu.Conmocionado por los últimos datos facilitados por los investigadores. De nuevo nuestro abrazo emocionado a las familias. MR— Mariano Rajoy Brey (@marianorajoy) March 26, 2015 13:33: Viðbrögð frá GermanwingsÞýska lággjaldafélagið hefur birt tíst þar sem segir að starfsfólk sé í áfalli vegna fregna sem bárust á fréttamannafundi saksóknarans í Marseille.We are shaken by the upsetting statements of the French authorities. 1/3— Germanwings (@germanwings) March 26, 2015 13:25: Má vænta meiriháttar breytingar á flugöryggismálumPekka Henttu, stjórnarformaður í flugöryggismálastofnun Evrópusambandsins (EASA), segir að mikilla breytinga sé að vænta þegar kemur að flugöryggismálum. Harmleikurinn, þar sem aðstoðarflugmaður vélar Germanwings virðist hafa flogið henni viljandi á fjall, mun fá geirann til að íhuga hvernig megi koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Henttu segir að fyrst og fremst þurfi að leita lausna sem snúa að dyrunum inn í flugstjórnarklefa flugvéla.13:17:Lufthansa með blaðamannafundÞýska flugfélagið Lufthansa mun halda blaðamannafund innan skamms. Áætlað er að hann hefist klukkan 13:30.13:16: Draumur hans að verða flugmaðurAðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz var 28 ára gamall og hafði flogið fyrir þýska lággjaldaflugfélagið Germanwings frá því í september 2013. Hann hafði áður verið í þjálfun í flugstjórnarskóla Lufthansa í Bremen. Hann átti 630 flugtíma að baki. Lubitz hafði verið meðlimur í flugklúbbnum Luftsportclub Westerwald frá táningsaldri, og segja aðrir meðlimir það hafa verið draum Lubitz að gerast flugmaður. „Andreas varð meðlimur í klúbbnum til að láta draum sinn um að gerast flugmaður rætast,“ segir í yfirlýsingu frá klúbbnum. Nágrannar Lubitz lýsa honum sem vingjarnlegum manni sem hafi verið ákafur í að láta draum sinn rætast. Í blaðinu Rhein Zeitung kemur fram að nágrannar segi hann hafa haldið sér í formi með því að hlaupa. „Við sáum hann mjög oft hlaupa framhjá húsinu okkar,“ er haft eftir nágranna í bænum Montabaur.13:03: Lögregla í Montabaur Lögreglumenn hafa afgirt svæðið í kringum hús hins 28 ára Andreas Lubitz og foreldra hans í bænum Montabaur í Rínarlandi-Pfalz.Vía Imagen de la casa en #Montabaur, #Alemania, del copiloto que habría estrellado #avión de #Germanwings en #Francia pic.twitter.com/XIPg593W9t— Xavier Castro (@XavierCastroTC) March 26, 2015 12:59: Samskipti flugmannannaSaksóknari segir að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hafi flugmennirnir rætt saman á eðlilegan máta –glaðlega og kurteisislega. „Síðan heyrðum við flugstjórann hefja undirbúning lendingarinnar í Düsseldorf og aðstoðarflugmaðurinn virtist fámáll. Svo heyrum við flugstjórann biðja aðstoðarflugstjórann um að taka stjórn. Þá heyrum við hvernig sætinu er rennt aftur og hurð lokast.“12:53:Sambærilegir atburðirBBC hefur rifjað upp þrjá eldri atburði þar sem grunur leikur á að vélinni hafi verið brotlent viljandi. 29. nóvember 2013: 33 manns fórust þegar vél sem var að fljúga á milli Mósambik og Angóla var brotlent. Rannsókn benti til að flugmaðurinn hafi brotlent vélinni viljandi eftir að aðstoðarflugmaðurinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 31. október 1999: Boeing 767 vél EgyptAir hrapaði um hálftíma eftir flugtak í New York. 217 fórust. Rannsókn leiddi í ljós að vélinni hafi líklegast verið brotlent viljandi. 19. desember 1997: Rúmlega hundrað manns létust þegar Boeing 737 var flogið milli Indónesíu og Singapúr. Grunur lék á að flugmaðurinn hafi slökkt á tækjum og viljandi látið vélina taka dýfu.12:41:„Andreas, opnaðu dyrnar!“Á hljóðupptökum kemur fram að flugmaðurinn Patrick S, á að hafa öskrað: „Andreas, opnaðu dyrnar!“. TF1 greinir frá þessu.12:34: Alger þögn í flugstjórnarklefanum Saksóknari segir að alger þögn hafi verið í flugstjórnarklefanum áður en vélinni var flogið á fjallið. „Ekkert, ekki orð síðustu tíu mínúturnar,“ segir Brice Robin. 12:31: Birta mynd af Lubitz Breska blaðið Daily Mirror hefur birt mynd af aðstoðarflugstjóranum Andreas Lubitz.First picture of the co-pilot who deliberately crashed Germanwings flight 4U9525 http://t.co/leDVHj5xuI pic.twitter.com/iFXaTVMnf4— Daily Mirror (@DailyMirror) March 26, 2015 12:28: Engin tengsl við hryðjuverkamenn Saksóknari í Frakklandi segir að yfirvöldum hafi ekki verið kunnugt um að Lubitz hafi átt einhver tengsl við hryðjverkamenn eða þá að atvikið hafi verið hryðjuverk. „Ég vil ekki kalla þetta sjálfsvíg. Sjálfsvíg er eitthvað sem maður gerir einn. Ég þessu tilfelli tók viðkomandi 150 manns með sér,“ segir Brice Robin.12:25:28 ára gamallÁ vef Telegraph segir að hinn 28 ára Lubitz hafi búið heima hjá foreldrum sínum í Montabaur en einnig leigt íbúð í Düsseldorf.12:22:Mátti heyra öskur flugfarþeganna Saksóknari segir að á hljóðupptökum mátti heyra öskur flugfarþeganna, þegar vélin lækkaði flugið og þeir sáu flugstjórann reyna að komast inn flugstjórnarklefann.12:19:Ungur Þjóðverji frá bænum MondabaurÞýskir fjölmiðlar segja aðstoðarflugmanninn Andreas Lubitz sem flug vélinni á fjallið hafa verið „ungan“ Þjóðverja frá bænum Montabaur í Rínlandi. Hann átti 630 flugtíma að baki. Hann gekk til liðs við Germanwings árið 2013 eftir að hafa útskrifast úr Lufthansa flugskólanum í Bremen.12:17: Flugstjórinn tveggja barna faðirÞýskir fjölmiðlar segja flugmann vélarinnar, Patrick S, hafa verið tveggja barna föður sem hafi starfað hjá Lufthansa og Germanwings í tíu ár. Hann átti rúmlega sex þúsund flugtíma að baki.12.14: Búið að finna seinni flugritannRíkissaksóknari hefur greint frá því að búið sé að finna seinni flugrita vélarinnar. Í gær var greint frá því að búið væri að finna „skel“ vélarinnar.12:10:Aðstoðarflugmaðurinn nafngreindurAðstoðarflugmaðurinn hefur nú verið nafngreindur. Hann hét Andreas Lubitz. Báðir flugmennirnir voru Þjóðverjar. Frá þessu greinir franski ríkissaksaksóknarinn á fréttamannafundinum í Marseille nú fyrir stundu.12:03: Mögulegt að koma í veg fyrir að hurð sé opnuð utan frá með lykilorði Dyr flugstjórnarklefa eru hannaðar á þann veg að mögulegt er að opna þær utan frá með neyðarlykilorði, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi (3:55), en það er hins vega hægt að koma í veg fyrir það innan frá. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Saksóknarar í Marseille í Frakklandi segja að aðstoðarflugmaður Germanwings vélarinnar sem brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn hafi brotlent vélinni viljandi.Um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið læsti aðstoðarflugmaðurinn klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu.Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað.Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni.Aðstoðarflugmaðurinn hét Andreas Lubitz og var 28 ára Þjóðverji frá bænum Montabaur í Rínarlandi-Pfalz.16:26:Aðstandendur gefa lífsýniHamish Macdonald, fréttamaður ABC, greinir frá því að yfirmaður aðgerða á vettvangi í frönsku Ölpunum hafi nýverið rætt við blaðamenn. „Ég mun ekki lýsa því sem blasti við mínum mönnum á staðnum. Þetta er ekki sýning. Við verðum að bera virðingu fyrir fórnarlömbunum,“ sagði yfirmaðurinn. Macdonald greinir frá því að milli 250 og 300 aðstandendur fórnarlambanna hafi nú komið til bæjanna sem eru næst staðnum þar sem flugvélinni var flogið á fjall. Þeir hafi verið beðnir um að gefa lífsýni til að auðvelda það að bera kennsl á líkin. „Sumir vilja vera hér í nokkra daga en flestir fara aftur heim í kvöld.“16:20:Facebook-reikningi Lubitz lokaðBúið er að loka Facebook-reikningi aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz. Á síðunni segir að uppáhaldstónlistarmenn Libitz séu Paul Kalkbrenner og David Guetta.16:12:Aðstandendum boðin áfallahjálp Um fjörutíu aðstandendur þeirra 150 sem fórust í komu saman í dag í bæjunum Seyne-les-Alpes og Le Vernet. Þar standa kapellur opnar auk þess að sálfræðingar eru til staðar til að þjónusta þá sem syrgja. Spiegel greinir frá.15:50:Icelandair og Wow breyta verklagiBæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna staðfesta þetta í samtali við Vísi.15:45:Blaðamannafundur Angelu MerkelAngela Merkel Þýskalandskanslari segist mjög slegin vegna þeirra frétta sem bárust frá saksóknaranum í Marseille fyrr í dag. Blaðamannafundur Merkel hófst klukkan 15:30. „Það er erfitt að meta þá þjáningu sem þessi harmleikur hefur kallað yfir fjölda fjölskyldna. Í dag hefur okkur svo verið greint frá því að þessi harmleikur hefur öðlast nýja og óskiljanlega vídd.“ Merkel sagði þýsk stjórnvöld munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda rannsókn málsins.Chancellor #Merkel on new #4U9525 findings: "Something that goes beyond any imagination" https://t.co/YXDS41y1hO MT @RegSprecher (GK)— German Consulate NY (@GermanyNY) March 26, 2015 15:30: Lubitz glímdi við þunglyndi árið 2009Matthias Gebauer, fréttamaður Spiegel, segir að vinir aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz hafi greint frá því að Lubitz hafi „brunnið út“ eða glímt við þunglyndi árið 2009. Á þeim tíma hafi hann þurft að gera hlé á flugnámi sínu.schoolmates of co-pilot who crashed #4U9525 tell german reporters he took 6-months break from flight training in 2009 due to burnout-syndrom— Matthias Gebauer (@gebauerspon) March 26, 2015 15:07:Foreldrar Lubitz í FrakklandiAð sögn France Info komust foreldrar aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz fyrst að því að líklegt sé talið að sonur þeirra hafi valdið því að flugvélinni var grandað, þegar þau komu til Marseille í Frakklandi ásamt aðstandendum annarra sem fórust. Í frétt Telegraph segir að foreldrarnir séu í áfalli og verði brátt yfirheyrð af lögreglu. Rúta með fjörutíu aðstandendum er nú komin til Seyne-les-Alpes og er von á tíu rútum til viðbótar.15:01:Montabaur, heimabær Lubitz Montabaur, heimabær aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz, er lítill bær í Rínarlandi, um sextíu kílómetra norðvestur af Frankfurt. Lögregla hefur girt af heimili Lubitz-fjölskyldunnar sem er í útjaðri bæjarins. Íbúar telja um 12 þúsund.14:48:Norwegian breytir verklagi sínuNorska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að breyta verklagi þannig að að minnsta kosti tveir verði að vera í flugstjórnarklefanum þegar vél er á flugi. NRK greinir frá þessu. Evrópskar reglur kveða ekki á um að áhafnarmeðlimur verði að vera í flugstjórnarklefanum þegar annar flugmannanna þarf að skreppa frá, til dæmis til að fara á salernið. Bandarískar reglur kveða hins vegar á um slíkt.14:32: Jakkafataklæddir menn halda inn á heimili LubitzTveir jakkafataklæddir menn fóru inn á heimili aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz í Montabaur fyrir skemmstu. Verdens Gang greinir frá þessu. Lögregla sem er á staðnum ræddi fyrst við mennina áður en þeir héldu inn. Fréttamaður VG sem er á staðnum segir ekki ljóst frá hvaða embætti mennirnir koma en þykir líklegt að verið sé að framkvæma húsleit.14:22:Blaðamannafundi Lufthansa lokiðBlaðamannafundi forsvarsmanna Lufthansa og dótturfélagsins Germanwings lauk í Köln fyrir skemmstu. 14:21: Treystir flugmönnum Lufthansa Cartsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segist treysta öllum þeim flugmönnum sem fljúga fyrir félagið. „Þetta er einstakur atburður.“ Hann segist einnig bera full traust til þeirrar þjálfunar og þeirra rannsókna sem flugmenn félagsins gangast undir.14:15: Lufthansa kannar ekki andlega líðan flugmannaCarsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að flugmenn félagsins fari reglulega í læknisskoðun, en að andleg líðan þeirra sé ekki skoðuð sérstaklega. Þetta kom fram á fréttamannafundi forsvarsmanna Lufthansa og Germanwings. 14:03: Flugmaðurinn gerði ekkert rangtCarsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að hvorki Germanwings né Lufthansa séu með sérstakar starfsreglur sem kveða á um að áhafnarmeðlimur þurfi að vera eftir í flugstjórnarklefanum ef annar flugmannanna þarf að yfirgefa klefann, til dæmis til að fara á salernið. Spohr segir að evrópskar reglugerðir krefjist þess ekki og hann sagðist ekki vita til þess að samkeppnisaðilar félaganna starfi eftir slíkum reglum. Aðspurður um hvort flugmaðurinn hafi gert eitthvað rangt með því að skilja aðstoðarflugstjórann einan eftir segir Spohr svo ekki vera. 13:54: Hörmulegur, einstakur atburður Thomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, ræddi einnig mál sem varða flugstjórnarklefa og öryggismál. „Það sem gerðist er hörmulegur, einstakur atburður. Við erum að fást við ráðgátu.“ Hann segir að engin sérstök kerfi hefðu getað komið í veg fyrir slíkan atburð. Hann viðurkenndi að dyrnar inn í flugstjórnarklefa hafi verið efldar á síðustu árum þannig að ekki sé hægt að opna þær með þvi að notast við vopn. Einungis sé hægt að opna dyrnar með því að slá inn sérstakan kóða sem allir áhafnarmeðlimir kunna. Þó er hægt að koma í veg fyrir að dyrnar séu opnaðar utan frá úr flugstjórnarklefanum sjálfum.13:46: Fréttamannafundur Lufthansa er hafinnFréttamannafundur forsvarsmanna Lufthansa og Germanwings er hafinn í höfuðstöðvum Lufthansa í Köln. Talsmaður Lufthansa segist vera orðlaus eftir að fréttir bárust frá saksóknara um að aðstoðarflugstjóri vélarinnar hafi komið í veg fyrir að flugstjórinn kæmist inn í flugstjórnarklefann, og mögulega flogið vélinni inn í fjallið. „Ég get bara endurtekið það sem ég hef sagt síðustu daga. Við erum í áfalli og ég hefði ekki getað ímyndað mér að málið myndi versna.“ Thomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, segir aðstoðarflugmanninn hafa hafið þjálfun hjá félaginu árið 2008 og fyrst starfað sem flugþjónn. Hann segir ekkert óvenjulegt hafa einkennt þjálfun Lubitz. „Þetta er hræðilegasti atburðurinn í sögu flugfélagsins.“WATCH LIVE: Lufthansa CEO press conference on #Germanwings crash http://t.co/nrYNHbRO1r pic.twitter.com/s5Mwvfh7bZ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) March 26, 2015 13:39: Rajoy sorgmæddur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur lýst yfir sorg vegna þeirra fregna sem bárust á fréttamannafundinum í Marseille í hádeginu.Conmocionado por los últimos datos facilitados por los investigadores. De nuevo nuestro abrazo emocionado a las familias. MR— Mariano Rajoy Brey (@marianorajoy) March 26, 2015 13:33: Viðbrögð frá GermanwingsÞýska lággjaldafélagið hefur birt tíst þar sem segir að starfsfólk sé í áfalli vegna fregna sem bárust á fréttamannafundi saksóknarans í Marseille.We are shaken by the upsetting statements of the French authorities. 1/3— Germanwings (@germanwings) March 26, 2015 13:25: Má vænta meiriháttar breytingar á flugöryggismálumPekka Henttu, stjórnarformaður í flugöryggismálastofnun Evrópusambandsins (EASA), segir að mikilla breytinga sé að vænta þegar kemur að flugöryggismálum. Harmleikurinn, þar sem aðstoðarflugmaður vélar Germanwings virðist hafa flogið henni viljandi á fjall, mun fá geirann til að íhuga hvernig megi koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Henttu segir að fyrst og fremst þurfi að leita lausna sem snúa að dyrunum inn í flugstjórnarklefa flugvéla.13:17:Lufthansa með blaðamannafundÞýska flugfélagið Lufthansa mun halda blaðamannafund innan skamms. Áætlað er að hann hefist klukkan 13:30.13:16: Draumur hans að verða flugmaðurAðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz var 28 ára gamall og hafði flogið fyrir þýska lággjaldaflugfélagið Germanwings frá því í september 2013. Hann hafði áður verið í þjálfun í flugstjórnarskóla Lufthansa í Bremen. Hann átti 630 flugtíma að baki. Lubitz hafði verið meðlimur í flugklúbbnum Luftsportclub Westerwald frá táningsaldri, og segja aðrir meðlimir það hafa verið draum Lubitz að gerast flugmaður. „Andreas varð meðlimur í klúbbnum til að láta draum sinn um að gerast flugmaður rætast,“ segir í yfirlýsingu frá klúbbnum. Nágrannar Lubitz lýsa honum sem vingjarnlegum manni sem hafi verið ákafur í að láta draum sinn rætast. Í blaðinu Rhein Zeitung kemur fram að nágrannar segi hann hafa haldið sér í formi með því að hlaupa. „Við sáum hann mjög oft hlaupa framhjá húsinu okkar,“ er haft eftir nágranna í bænum Montabaur.13:03: Lögregla í Montabaur Lögreglumenn hafa afgirt svæðið í kringum hús hins 28 ára Andreas Lubitz og foreldra hans í bænum Montabaur í Rínarlandi-Pfalz.Vía Imagen de la casa en #Montabaur, #Alemania, del copiloto que habría estrellado #avión de #Germanwings en #Francia pic.twitter.com/XIPg593W9t— Xavier Castro (@XavierCastroTC) March 26, 2015 12:59: Samskipti flugmannannaSaksóknari segir að fyrstu tuttugu mínútur flugsins hafi flugmennirnir rætt saman á eðlilegan máta –glaðlega og kurteisislega. „Síðan heyrðum við flugstjórann hefja undirbúning lendingarinnar í Düsseldorf og aðstoðarflugmaðurinn virtist fámáll. Svo heyrum við flugstjórann biðja aðstoðarflugstjórann um að taka stjórn. Þá heyrum við hvernig sætinu er rennt aftur og hurð lokast.“12:53:Sambærilegir atburðirBBC hefur rifjað upp þrjá eldri atburði þar sem grunur leikur á að vélinni hafi verið brotlent viljandi. 29. nóvember 2013: 33 manns fórust þegar vél sem var að fljúga á milli Mósambik og Angóla var brotlent. Rannsókn benti til að flugmaðurinn hafi brotlent vélinni viljandi eftir að aðstoðarflugmaðurinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 31. október 1999: Boeing 767 vél EgyptAir hrapaði um hálftíma eftir flugtak í New York. 217 fórust. Rannsókn leiddi í ljós að vélinni hafi líklegast verið brotlent viljandi. 19. desember 1997: Rúmlega hundrað manns létust þegar Boeing 737 var flogið milli Indónesíu og Singapúr. Grunur lék á að flugmaðurinn hafi slökkt á tækjum og viljandi látið vélina taka dýfu.12:41:„Andreas, opnaðu dyrnar!“Á hljóðupptökum kemur fram að flugmaðurinn Patrick S, á að hafa öskrað: „Andreas, opnaðu dyrnar!“. TF1 greinir frá þessu.12:34: Alger þögn í flugstjórnarklefanum Saksóknari segir að alger þögn hafi verið í flugstjórnarklefanum áður en vélinni var flogið á fjallið. „Ekkert, ekki orð síðustu tíu mínúturnar,“ segir Brice Robin. 12:31: Birta mynd af Lubitz Breska blaðið Daily Mirror hefur birt mynd af aðstoðarflugstjóranum Andreas Lubitz.First picture of the co-pilot who deliberately crashed Germanwings flight 4U9525 http://t.co/leDVHj5xuI pic.twitter.com/iFXaTVMnf4— Daily Mirror (@DailyMirror) March 26, 2015 12:28: Engin tengsl við hryðjuverkamenn Saksóknari í Frakklandi segir að yfirvöldum hafi ekki verið kunnugt um að Lubitz hafi átt einhver tengsl við hryðjverkamenn eða þá að atvikið hafi verið hryðjuverk. „Ég vil ekki kalla þetta sjálfsvíg. Sjálfsvíg er eitthvað sem maður gerir einn. Ég þessu tilfelli tók viðkomandi 150 manns með sér,“ segir Brice Robin.12:25:28 ára gamallÁ vef Telegraph segir að hinn 28 ára Lubitz hafi búið heima hjá foreldrum sínum í Montabaur en einnig leigt íbúð í Düsseldorf.12:22:Mátti heyra öskur flugfarþeganna Saksóknari segir að á hljóðupptökum mátti heyra öskur flugfarþeganna, þegar vélin lækkaði flugið og þeir sáu flugstjórann reyna að komast inn flugstjórnarklefann.12:19:Ungur Þjóðverji frá bænum MondabaurÞýskir fjölmiðlar segja aðstoðarflugmanninn Andreas Lubitz sem flug vélinni á fjallið hafa verið „ungan“ Þjóðverja frá bænum Montabaur í Rínlandi. Hann átti 630 flugtíma að baki. Hann gekk til liðs við Germanwings árið 2013 eftir að hafa útskrifast úr Lufthansa flugskólanum í Bremen.12:17: Flugstjórinn tveggja barna faðirÞýskir fjölmiðlar segja flugmann vélarinnar, Patrick S, hafa verið tveggja barna föður sem hafi starfað hjá Lufthansa og Germanwings í tíu ár. Hann átti rúmlega sex þúsund flugtíma að baki.12.14: Búið að finna seinni flugritannRíkissaksóknari hefur greint frá því að búið sé að finna seinni flugrita vélarinnar. Í gær var greint frá því að búið væri að finna „skel“ vélarinnar.12:10:Aðstoðarflugmaðurinn nafngreindurAðstoðarflugmaðurinn hefur nú verið nafngreindur. Hann hét Andreas Lubitz. Báðir flugmennirnir voru Þjóðverjar. Frá þessu greinir franski ríkissaksaksóknarinn á fréttamannafundinum í Marseille nú fyrir stundu.12:03: Mögulegt að koma í veg fyrir að hurð sé opnuð utan frá með lykilorði Dyr flugstjórnarklefa eru hannaðar á þann veg að mögulegt er að opna þær utan frá með neyðarlykilorði, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi (3:55), en það er hins vega hægt að koma í veg fyrir það innan frá.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42