Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2015 11:08 Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun