Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2015 10:52 Germanwings er í eigu þýska flugfélagsins Lufthansa. Vísir/AFP Airbus-þota Germanwings hefur hrapað í frönsku Ölpunum. 150 farþegar voru um borð í vélinni.144 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir eru taldir af.Vélin, Airbus A320 með flugnúmer 4U 9525, var á leið frá Barcelona á Spáni til Düsseldorf í Þýskalandi.Brak vélarinnar fannst í um 2.000 metra hæð milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette, um 100 kílómetrum norður af Nice.Ekki er ljóst hvað olli slysinu, en fínt var í veðri á þeim slóðum sem vélin fórst.Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að flestir um borð hafi verið þýskir ferðamenn á leið heim úr fríi frá Barcelona og Mallorca, en einnig þýskir skiptinemar á leið heim. Þá voru einnig 45 Spánverjar um borð.Einungis er hægt að komast á slysstaðinn með þyrlu eða með því að fara fótgangandi. Aðstæður eru erfiðar, veður fer versnandi og brátt tekur að dimma.Ekkert bendir til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.Fjöldi franskra fjölmiðla hafa greint frá því að franski hershöfðinginn David Galtier, sem þátt tekur í björgunaraðgerðum, segist hafa séð líkama hreyfast á því svæði sem brak vélarinnar er. Að einhver hafi lifað slysið af hefur þó ekki fengist staðfest.Franska blaðið La Dauphine hefur birt mynd sem það segir vera þá fyrstu frá slysstaðnum. AFP greinir frá því að vélin, sem er af gerðinni Airbus320, sé vél Germanwings, dótturfélags Lufthansa. Flugnúmer vélarinnar er 4U 9525. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. Vélin hrapaði um 100 kílómetrum norður af Nice, milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette. Vélin átti upphaflega að taka á loft frá Barcelona klukkan 9:35 að staðartíma en vegna seinkunar tók hún á loft 10:01. Til stóð að lenda í Düsseldorf 11:55. AFP hefur eftir starfsmanni franskra flugmálayfirvalda að flugmenn vélarinnar hafi ekki sent neitt neyðarkall áður en vélin hrapaði. Veður var mjög gott á þeim stað þar sem slysið varð. Tíu manna frönsk hersveit er nú komið á slysstaðinn. Frönsk yfirvöld segja að aðgerðir á slysstað komi til með að taka marga daga, en brak vélarinnar dreifist á um tveggja hektara svæði. Vélin fór úr 38 þúsund feta hæð í 6 þúsund feta hæð á um átta mínútum. Vélin hvarf svo af ratsjám.Að neðan má fylgjast með beinni útsendingu Sky News vegna harmleiksinsMikill harmleikur Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að um mikinn harmleik sé að ræða og að búist sé við að enginn hafi lifað flugslysið af. Talsmaður Germanwings segir að 67 Þjóðverjar hafi verið um borð í vélinni, þó að það hafi ekki fengist endanlega staðfest. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að 45 Spánverjar hafi verið um borð. Þá hefur Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, staðfest að einn Belgi hafi verið um borð í vélinni. Að sögn katalónska blaðsins La Vanguardia voru sextán þýsk börn úr Joseph König skóla og tveir kennarar þeirra um borð í vélinni. Þeir höfðu stundað nám í Giola de Llinars del Vallès skólanum í Barcelona og voru á leið heim til borgarinnar Haltern am See eftir dvöl sína á Spáni. Rannsókn er þegar hafin til að skera úr um hvað olli slysinu, en flugritar vélarinnar hafa þegar fundist. Flugmaður vélarinnar hafði starfað sem flugmaður í tíu ár og átti rúmlega 6 þúsund flugtíma að baki.Leiðin á slysstaðin mjög erfið yfirferðarManuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist hafa fyrirskipað innanríkisráðherranum Cazeneuve að halda á slysstaðinn. Þá hefur sérstöku neyðarteymi verið komið á til að samhæfa aðgerðir. Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytisins, segir að brak vélarinnar hafi fundist í fjöllunum í um 2.000 metra hæð. Franska blaðið Le Monde greinir frá því að 240 slökkviliðsmenn og um 200 lögreglumenn séu nú á leið á staðinn. Um 30 til 45 mínútna ganga er að slysstaðnum frá næsta vegi og er leiðin er mjög erfið yfirferðar. Þá fer veður versnandi og brátt tekur að dimma. Fréttamaður Daily Mirror segir að lík hinna látnu verði flutt í íþróttasal Seyne-Les-Alpes sem hefur verið breytt í bráðabirgðalíkhús.Vélin hvarf af ratsjám nærri bænum Barcelonnette í Frakklandi.Talsmaður þýskra stjórnvalda segir að sem stendur bendi ekkert til að hryðjuverk hafi valdið því að vélin hrapaði. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir þýsku þjóðina í áfalli vegna frétta af slysinu og segist sjálf munu fara á slysstaðinn á morgun. Franskur karlmaður varð vitni af því þegar vélin hrapaði. „Ég sá ekki mikið, bara tvær eða þrjár sekúndur. Vélin flaug mjög lágt, bara í um 1.500 eða 2.000 metra hæð. Ég hugsaði að svona tækist henni ekki að komast yfir fjöllin. Síðan varð mikil sprenging,“ segir Sébastien Giroud í samtali við La Figaro.25 ára gömul vélGermanwings er þýskt lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar í Köln. Það var stofnað árið 1997 og hét þá Eurowings Flug GmbH. Lufthansa keypti félagið í ársbyrjun 2009. Að sögn þýska blaðsins Bild var vélin 25 ára gömul sem flaug fyrst í nóvember 1990. Vélin gekk undir nafninu Mannheim og var hluti af flugflota Lufthansa fram til ársins 2003. Talsmaður Germanwings segir að vélin hafi síðast farið í gegnum umfangsmikla skoðun sumarið 2013.Yfirlit yfir komur á flugvellinum í Düsseldorf.Vísir/APTveggja hreyfla þotaAirbus320 er tveggja hreyfla þota sem notuð er til að farþega- og farmflutninga. Vélarnar geta flutt 180 farþega. Þúsundir Airbus A320 véla eru nú í notkun hjá fjölda flugfélaga víða um heim. Ellefu mannskæð slys hafa orðið frá því að flugvélagerðin var tekin í notkun árið 1988. Nýlegasta slysið varð í desember 2014 þegar vél AirAsia fórst yfir Javahafi með 162 innanborðs. Vélin er 37,5 metra löng og 40 tonn að þyngd. Á eftir Boeing 737 er Airbus320 mest selda flugvélagerð í heimi. Hlutabréf í Lufthansa hafa fallið um 5,2 prósent og Airbus hefur fallið um 3,6 prósent í kjölfar tilkynninga af slysinu. Þetta kemur fram á vef Business Insider. Þann 20. janúar 1992 hrapaði Airbus320 vél í Frakklandi, nærri Mont Sainte-Odile. 87 manns fórust í því slysi.Fréttin verður uppfærð.Vísir/GettyÞyrla á leið á slysstaðinn.Vísir/AFP Fjöldi franskra fjölmiðla hafa greint frá því að franski hershöfðinginn David Galtier, sem þátt tekur í björgunaraðgerðum, segist hafa séð líkama hreyfast á því svæði sem brak vélarinnar er. Að einhver hafi lifað slysið af hefur þó ekki fengist staðfest. Général David Galtier : "l'urgence c'est de secourir les éventuels survivants, on aurait aperçu un corps qui bouge" #crashA320— Haute-Provence Info (@HPInfo) March 24, 2015 Yfirvöld í Frakklandi staðfestu hrapið á ellefta tímanum. Post by Flightradar24.com. Vélin fór í 38 þúsund feta hæð en missti samband er hún var komin í 6 þúsund feta hæð. Flight #4U9525 initially climbed to 38,000 feet before before it started to descend and lost signal at 6,800 feet. pic.twitter.com/MthXQ232Hn— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015 Flugleiðin og flughæðin frá Barcelona áleiðis til Frakklands. Playback of flight #4U9525 with speed and altitude graph is available on http://t.co/FHoX6q0GHt pic.twitter.com/amfKBbdeok— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015 Forseti Frakklands Francois Holland vottar fjölskyldum hinna látnu samúð sína. Je veux exprimer aux familles des victimes de cet accident aérien toute ma solidarité. C'est un deuil, une tragédie.— François Hollande (@fhollande) March 24, 2015 Forsvarsmenn Lufthansa segjast ekki enn vita hvað fór úrskeiðis "We do not yet know what has happened to flight 4U 9525. My deepest sympathy goes to the families and friends of our passengers and crew 1/2— Lufthansa (@lufthansa) March 24, 2015 "...on 4U 9525. If our fears are confirmed, this is a dark day for Lufthansa. We hope to find survivors.“ Carsten Spohr 2/2— Lufthansa (@lufthansa) March 24, 2015 Yfirlitsmynd af fjalllendinu þar sem vélin hrapaði #Germanwings #4U9525 crash & response sites & LIVE UPDATES & reactions http://t.co/zU6hn03xzU pic.twitter.com/eJied1gWxq— RT (@RT_com) March 24, 2015 Björgunarlið býr sig undir að halda á slysstað. Rescue teams near #4U9525 crash site http://t.co/zU6hn03xzU (pics via @ActuSecours) #Germanwings pic.twitter.com/IDeO1SpaM4— RT (@RT_com) March 24, 2015 Þyrla hringsólar í kringum slysstaðinn. French Air Force Boeing C-135FR Stratotanker flying over #4U9525 crash site http://t.co/Hv3kJZ28a9 pic.twitter.com/EQl9ysUiXN— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015 Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Airbus-þota Germanwings hefur hrapað í frönsku Ölpunum. 150 farþegar voru um borð í vélinni.144 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir eru taldir af.Vélin, Airbus A320 með flugnúmer 4U 9525, var á leið frá Barcelona á Spáni til Düsseldorf í Þýskalandi.Brak vélarinnar fannst í um 2.000 metra hæð milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette, um 100 kílómetrum norður af Nice.Ekki er ljóst hvað olli slysinu, en fínt var í veðri á þeim slóðum sem vélin fórst.Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að flestir um borð hafi verið þýskir ferðamenn á leið heim úr fríi frá Barcelona og Mallorca, en einnig þýskir skiptinemar á leið heim. Þá voru einnig 45 Spánverjar um borð.Einungis er hægt að komast á slysstaðinn með þyrlu eða með því að fara fótgangandi. Aðstæður eru erfiðar, veður fer versnandi og brátt tekur að dimma.Ekkert bendir til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.Fjöldi franskra fjölmiðla hafa greint frá því að franski hershöfðinginn David Galtier, sem þátt tekur í björgunaraðgerðum, segist hafa séð líkama hreyfast á því svæði sem brak vélarinnar er. Að einhver hafi lifað slysið af hefur þó ekki fengist staðfest.Franska blaðið La Dauphine hefur birt mynd sem það segir vera þá fyrstu frá slysstaðnum. AFP greinir frá því að vélin, sem er af gerðinni Airbus320, sé vél Germanwings, dótturfélags Lufthansa. Flugnúmer vélarinnar er 4U 9525. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. Vélin hrapaði um 100 kílómetrum norður af Nice, milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette. Vélin átti upphaflega að taka á loft frá Barcelona klukkan 9:35 að staðartíma en vegna seinkunar tók hún á loft 10:01. Til stóð að lenda í Düsseldorf 11:55. AFP hefur eftir starfsmanni franskra flugmálayfirvalda að flugmenn vélarinnar hafi ekki sent neitt neyðarkall áður en vélin hrapaði. Veður var mjög gott á þeim stað þar sem slysið varð. Tíu manna frönsk hersveit er nú komið á slysstaðinn. Frönsk yfirvöld segja að aðgerðir á slysstað komi til með að taka marga daga, en brak vélarinnar dreifist á um tveggja hektara svæði. Vélin fór úr 38 þúsund feta hæð í 6 þúsund feta hæð á um átta mínútum. Vélin hvarf svo af ratsjám.Að neðan má fylgjast með beinni útsendingu Sky News vegna harmleiksinsMikill harmleikur Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að um mikinn harmleik sé að ræða og að búist sé við að enginn hafi lifað flugslysið af. Talsmaður Germanwings segir að 67 Þjóðverjar hafi verið um borð í vélinni, þó að það hafi ekki fengist endanlega staðfest. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að 45 Spánverjar hafi verið um borð. Þá hefur Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, staðfest að einn Belgi hafi verið um borð í vélinni. Að sögn katalónska blaðsins La Vanguardia voru sextán þýsk börn úr Joseph König skóla og tveir kennarar þeirra um borð í vélinni. Þeir höfðu stundað nám í Giola de Llinars del Vallès skólanum í Barcelona og voru á leið heim til borgarinnar Haltern am See eftir dvöl sína á Spáni. Rannsókn er þegar hafin til að skera úr um hvað olli slysinu, en flugritar vélarinnar hafa þegar fundist. Flugmaður vélarinnar hafði starfað sem flugmaður í tíu ár og átti rúmlega 6 þúsund flugtíma að baki.Leiðin á slysstaðin mjög erfið yfirferðarManuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist hafa fyrirskipað innanríkisráðherranum Cazeneuve að halda á slysstaðinn. Þá hefur sérstöku neyðarteymi verið komið á til að samhæfa aðgerðir. Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytisins, segir að brak vélarinnar hafi fundist í fjöllunum í um 2.000 metra hæð. Franska blaðið Le Monde greinir frá því að 240 slökkviliðsmenn og um 200 lögreglumenn séu nú á leið á staðinn. Um 30 til 45 mínútna ganga er að slysstaðnum frá næsta vegi og er leiðin er mjög erfið yfirferðar. Þá fer veður versnandi og brátt tekur að dimma. Fréttamaður Daily Mirror segir að lík hinna látnu verði flutt í íþróttasal Seyne-Les-Alpes sem hefur verið breytt í bráðabirgðalíkhús.Vélin hvarf af ratsjám nærri bænum Barcelonnette í Frakklandi.Talsmaður þýskra stjórnvalda segir að sem stendur bendi ekkert til að hryðjuverk hafi valdið því að vélin hrapaði. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir þýsku þjóðina í áfalli vegna frétta af slysinu og segist sjálf munu fara á slysstaðinn á morgun. Franskur karlmaður varð vitni af því þegar vélin hrapaði. „Ég sá ekki mikið, bara tvær eða þrjár sekúndur. Vélin flaug mjög lágt, bara í um 1.500 eða 2.000 metra hæð. Ég hugsaði að svona tækist henni ekki að komast yfir fjöllin. Síðan varð mikil sprenging,“ segir Sébastien Giroud í samtali við La Figaro.25 ára gömul vélGermanwings er þýskt lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar í Köln. Það var stofnað árið 1997 og hét þá Eurowings Flug GmbH. Lufthansa keypti félagið í ársbyrjun 2009. Að sögn þýska blaðsins Bild var vélin 25 ára gömul sem flaug fyrst í nóvember 1990. Vélin gekk undir nafninu Mannheim og var hluti af flugflota Lufthansa fram til ársins 2003. Talsmaður Germanwings segir að vélin hafi síðast farið í gegnum umfangsmikla skoðun sumarið 2013.Yfirlit yfir komur á flugvellinum í Düsseldorf.Vísir/APTveggja hreyfla þotaAirbus320 er tveggja hreyfla þota sem notuð er til að farþega- og farmflutninga. Vélarnar geta flutt 180 farþega. Þúsundir Airbus A320 véla eru nú í notkun hjá fjölda flugfélaga víða um heim. Ellefu mannskæð slys hafa orðið frá því að flugvélagerðin var tekin í notkun árið 1988. Nýlegasta slysið varð í desember 2014 þegar vél AirAsia fórst yfir Javahafi með 162 innanborðs. Vélin er 37,5 metra löng og 40 tonn að þyngd. Á eftir Boeing 737 er Airbus320 mest selda flugvélagerð í heimi. Hlutabréf í Lufthansa hafa fallið um 5,2 prósent og Airbus hefur fallið um 3,6 prósent í kjölfar tilkynninga af slysinu. Þetta kemur fram á vef Business Insider. Þann 20. janúar 1992 hrapaði Airbus320 vél í Frakklandi, nærri Mont Sainte-Odile. 87 manns fórust í því slysi.Fréttin verður uppfærð.Vísir/GettyÞyrla á leið á slysstaðinn.Vísir/AFP Fjöldi franskra fjölmiðla hafa greint frá því að franski hershöfðinginn David Galtier, sem þátt tekur í björgunaraðgerðum, segist hafa séð líkama hreyfast á því svæði sem brak vélarinnar er. Að einhver hafi lifað slysið af hefur þó ekki fengist staðfest. Général David Galtier : "l'urgence c'est de secourir les éventuels survivants, on aurait aperçu un corps qui bouge" #crashA320— Haute-Provence Info (@HPInfo) March 24, 2015 Yfirvöld í Frakklandi staðfestu hrapið á ellefta tímanum. Post by Flightradar24.com. Vélin fór í 38 þúsund feta hæð en missti samband er hún var komin í 6 þúsund feta hæð. Flight #4U9525 initially climbed to 38,000 feet before before it started to descend and lost signal at 6,800 feet. pic.twitter.com/MthXQ232Hn— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015 Flugleiðin og flughæðin frá Barcelona áleiðis til Frakklands. Playback of flight #4U9525 with speed and altitude graph is available on http://t.co/FHoX6q0GHt pic.twitter.com/amfKBbdeok— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015 Forseti Frakklands Francois Holland vottar fjölskyldum hinna látnu samúð sína. Je veux exprimer aux familles des victimes de cet accident aérien toute ma solidarité. C'est un deuil, une tragédie.— François Hollande (@fhollande) March 24, 2015 Forsvarsmenn Lufthansa segjast ekki enn vita hvað fór úrskeiðis "We do not yet know what has happened to flight 4U 9525. My deepest sympathy goes to the families and friends of our passengers and crew 1/2— Lufthansa (@lufthansa) March 24, 2015 "...on 4U 9525. If our fears are confirmed, this is a dark day for Lufthansa. We hope to find survivors.“ Carsten Spohr 2/2— Lufthansa (@lufthansa) March 24, 2015 Yfirlitsmynd af fjalllendinu þar sem vélin hrapaði #Germanwings #4U9525 crash & response sites & LIVE UPDATES & reactions http://t.co/zU6hn03xzU pic.twitter.com/eJied1gWxq— RT (@RT_com) March 24, 2015 Björgunarlið býr sig undir að halda á slysstað. Rescue teams near #4U9525 crash site http://t.co/zU6hn03xzU (pics via @ActuSecours) #Germanwings pic.twitter.com/IDeO1SpaM4— RT (@RT_com) March 24, 2015 Þyrla hringsólar í kringum slysstaðinn. French Air Force Boeing C-135FR Stratotanker flying over #4U9525 crash site http://t.co/Hv3kJZ28a9 pic.twitter.com/EQl9ysUiXN— Flightradar24 (@flightradar24) March 24, 2015
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira