„Leyninefnd að störfum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 19:15 Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“ Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“
Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira