Hópurinn fór til að fylgjast með Hafþóri takast á um titilinn Sterkasti maður heims.

Sjá einnig: Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur
Andri hélt því fram að það væru um það bil tveggja stunda flug til Kuala Lumpur. „Hann missti því allan anda þegar flugstjórinn sagði að við myndum lenda í Kuala Lumpur eftir 7 tíma og 40 mínútur,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, einn úr hópnum.
„Flugið var hins vegar frábært með íslenskri flugfreyju um borð sem að stjanaði við okkur og náði hópurinn að sofa vel síðasta legginn eftir dekur frá Stellu flugfreyju,“ segir hann.
Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.