Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-21 | Fram verndaði heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. apríl 2015 13:44 vísir/vilhelm Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira