Valsmenn hafa fundið miðvörðinn sem liðið hefur leitað að í nokkrar vikur, en það er búið að semja við Danann Thomas Christensen.
Þetta kemur fram á dönsku fótboltavefsíðunni bold.dk, en Christensen kemur frá sænska liðinu Hammarby.
Hann spilaði 17 leiki fyrir Hammarby í 1. deildinni á síðustu leiktíð en hefur ekkert komið við sögu í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
„Fótboltamenn verða að spila og ég var ekki að sjá fram á mikinn spiltíma hjá Hammarby. Ég er á þeim aldri að ég hef ekki gott af því að sitja á bekknum,“ segir hinn 31 árs gamli Dani við bold.dk.
Christensen hefur áður leikið með Herfölge og HB Köge í Danmörkur, en hann gekk í raðir Hammarby fyrir tveimur árum og spilaði í heildina 40 leiki í sænsku 1. deildinni.
Hann ætti að vera mikill liðsstyrkur fyrir Valsmenn sem fengu skell í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar gegn nýliðum Leiknis, 3-0.
Valur mætir Víkingi í annarri umferð deildarinnar á sunnudaginn klukkan 19.15 í Víkinni.
Valur fær danskan miðvörð frá Hammarby
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn



Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn


„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn

