Fram hefur fengið miðjumanninn Erni Bjarnason á láni frá Breiðabliki.
Ernir, sem er fæddur árið 1997, kom við sögu í einum leik hjá Blikum í Pepsi-deildinni í fyrra.
Þá hefur hann leikið 11 leiki og skorað tvö mörk fyrir U-17 ára landslið Íslands.
Fram sækir KA heim á laugardaginn í fyrsta leik sínum í 1. deildinni. Fram féll sem kunnugt er úr Pepsi-deildinni í fyrra og teflir fram mikið breyttu liði í 1. deildinni í sumar, auk þess sem nýr maður er í kominn í brúna; Kristinn Rúnar Jónsson.

