Strákarnir í Pepsi-mörkunum voru ekki hrifnir af frammistöðu aðstoðardómarans Odds Helga Guðmundssonar í leik Keflavíkur og Breiðabliks í 3. umferð Pepsi-deildar karla í gær.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Oddur dæmdi tvö lögleg mörk af Ellerti Hreinssyni, framherja Blika, í seinni hálfleik.
„Oddur Helgi aðstoðardómari var munurinn á liðunum. Hann tók tvö mörk af Breiðabliki,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, í þættinum í gær.
„Ég sé ekki á hvað hann er dæma rangstöðu. Þetta er alveg hryllilegt. Hann er nú venjulega nokkuð öflugur þarna á línunni,“ sagði Hjörvar um fyrra atvikið og Hjörtur Hjartarson var álíka hissa.
„Þeir eru þrír sem gerðu hann (Höskuld Gunnlaugsson) réttstæðan,“ sagði Hjörtur en umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Hjörvar: Aðstoðardómarinn var munurinn á liðunum
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 1-1 | Tvö glæsimörk í enn einu jafntefli Blika
Keflavík og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld.

Ellert líkir línuverðinum við Stevie Wonder
Leikmenn og stuðningsmenn Breiðabliks voru mjög ósáttir við dómgæsluna í leik liðsins gegn Keflavík í 3. umferð Pepsi-deildar karla.