Matur

Ofnbakaður lax að hætti Evu Laufeyjar

visir.is/evalaufey
Lax í pekanhnetuhjúp

1 laxaflak

gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

hunangs djion sinnep

Hnetuhjúpur

100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur

4 msk brauðrasp

steinselja

börkur af einni sítrónu

1 msk olía

2 hvítlauksrif, fínt rifnir

sjávarsalt

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.
  3. Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með höndunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur.
  4. Berið laxinn fram með jógúrtdressingu og fersku salati. 

Jógúrtdressing

2 dl grískt jógúrt

1 hvítlauksgeiri

1 msk hunangs dijon sinnep

smátt söxuð steinselja

salt og pipar

Aðferð

Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar. 

Þið finnið fleiri uppskriftir frá Evu Laufeyju hér. 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.