Um annan jarðskjálftann á átján dögum er að ræða í Nepal og ljóst að hundruð hafa farist og þúsund slasast. Í fyrri skjálftanum fórust þúsundir og enn fleiri slösuðust alvarlega. Tugir þúsunda eru á vergangi í Nepal og hefur fólk víða verið beðið um að yfirgefa heimili sín þar sem þau eru að hruni komin.
Búnaður Facebook virkar þannig að ef samfélagsmiðilinn telur að notandi sé nærri hættusvæðinu birtist gluggi þar sem notendur geta smellt á hnappinn „Safe“ og í kjölfarið birtast upplýsingarnar „X was market safe during Nepal Earthquake, May 12.“
Ljóst er að fjölmargir víðsfjarri hættusvæðinu smella á „Safe“ takkann mörgum til mikillar reiði.
mark as safe er fyrir fólk sem veit ekki hvort fólk sem það elskar er á lífi hvað þá öruggt ekki hálfvita hinum megin á hnettinum að djóka
— karó (@typpin) May 14, 2015
Óháð ýmsum heimskingjum á þessum klaka sem grínast með jarðskjálftann finnst mér þetta mark safe dæmi magnað, tæknin er mögnuð maður
— Guðrún Úlfarsdóttir (@kakobolli) May 14, 2015
að mark'a safe í nepal dótinu á facebook er svo gott grín hahahahhahahahahAHAHAHA
— Herra Hnetusmjör (@hnetusmjor) May 14, 2015
Að neðan má sjá dæmi um viðbrögð fólks úti í heimi.
Find it sick that people are doing the safety check thing on Facebook for the Nepal earthquakes. You aren't in the area and people are dying
— Liam McClean (@CharlieMcClean) May 12, 2015
Happily "unfriended" so many people for tagging themselves as "safe" using Facebooks Nepal Earthquake Safety Check. It is NOT a joke/trendy.
— Rebecca Muir ☮ (@RebeccaMuir_) May 12, 2015