Gremja eftir samningafund: „Peningar trompa alltaf fólkið, eða hvað?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 22:13 Aðalheiður Gígja og félagar hafa verið í verkfalli frá 7. apríl. Vísir „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00