Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 18:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttr utanríkisráðherra gat ekki fullyrt í Kryddsíldinni að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún segir hugtakið lagalegs eðlis og aðeins hægt að skera úr um það fyrir dómstólum. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira