Þurfa að fá 2/3 atkvæða annars verður önnur umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998 og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. Vísir/EPA Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30