Geir kallar eftir breytingum innan FIFA: Þetta er óþolandi staða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 13:58 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fundaði í dag með öðrum þjóðum innan UEFA, og niðurstaða fundarins var að öll aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. „Fulltrúar allra knattspyrnulanda Evrópu hittust í dag og við vorum sammála um það að styðja tillögu formannsins Michel Platini um að styðja prins Ali á morgun," sagði Geir Þorsteinsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á íþróttadeild 365. „Platini átti samtal við Blatter í morgun og hvatti hann til að stíga til hliðar en hann féllst ekki á það. Það kom því tillaga frá forseta UEFA um að við myndum öll standa saman og styðja prins Ali," sagði Geir. Knattspyrnusamband Evrópu vildi fresta forsetakosningum FIFA en önnur álfusambönd innan FIFA voru á öðru máli. „Blatter hefur haft mjög mikið fylgi í öðrum heimsálfum en Evrópu en eftir atburði gærdagsins þá verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun," sagði Geir. Hvernig er andrúmsloftið út í Zürich í Sviss þessa stundina? „Það var mjög erfitt í gær og er erfitt. Því er ekki að leyna. Þetta er orðin mjög alvarleg staða og það er ekkert hægt að segja annað," sagði Geir. Það hefur orðrómur um spillingu í valdatíð Sepp Blatter í mörg ár og þetta kom mönnum væntanlega ekki mikið á óvart? „Það var vitað að þetta mál væri í gangi hjá FBI. Svo gerðist þetta í gær og niðurstaðan er afdráttarlaus virðist vera. Málið er mjög alvarlegt," sagði Geir en hver er tilfinning formanns KSÍ fyrir kosningunni á morgun? „Ég vona að við náum að gera nauðsynlegar breytingar. Það þarf að breyta til innan FIFA. það er alveg augljóst. þetta er óþolandi staða sem við erum í," sagði Geir. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fundaði í dag með öðrum þjóðum innan UEFA, og niðurstaða fundarins var að öll aðildarlönd UEFA ætla að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. „Fulltrúar allra knattspyrnulanda Evrópu hittust í dag og við vorum sammála um það að styðja tillögu formannsins Michel Platini um að styðja prins Ali á morgun," sagði Geir Þorsteinsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á íþróttadeild 365. „Platini átti samtal við Blatter í morgun og hvatti hann til að stíga til hliðar en hann féllst ekki á það. Það kom því tillaga frá forseta UEFA um að við myndum öll standa saman og styðja prins Ali," sagði Geir. Knattspyrnusamband Evrópu vildi fresta forsetakosningum FIFA en önnur álfusambönd innan FIFA voru á öðru máli. „Blatter hefur haft mjög mikið fylgi í öðrum heimsálfum en Evrópu en eftir atburði gærdagsins þá verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun," sagði Geir. Hvernig er andrúmsloftið út í Zürich í Sviss þessa stundina? „Það var mjög erfitt í gær og er erfitt. Því er ekki að leyna. Þetta er orðin mjög alvarleg staða og það er ekkert hægt að segja annað," sagði Geir. Það hefur orðrómur um spillingu í valdatíð Sepp Blatter í mörg ár og þetta kom mönnum væntanlega ekki mikið á óvart? „Það var vitað að þetta mál væri í gangi hjá FBI. Svo gerðist þetta í gær og niðurstaðan er afdráttarlaus virðist vera. Málið er mjög alvarlegt," sagði Geir en hver er tilfinning formanns KSÍ fyrir kosningunni á morgun? „Ég vona að við náum að gera nauðsynlegar breytingar. Það þarf að breyta til innan FIFA. það er alveg augljóst. þetta er óþolandi staða sem við erum í," sagði Geir.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00 Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13 Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00 Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32 Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52 Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
UEFA pressar á að forsetakosningum FIFA verði frestað Forsetakosningar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, eru enn á dagskrá þrátt fyrir atburði gærdagsins og það stefnir því allt í að valdatíð Sepp Blatter lengist um fjögur ár. 28. maí 2015 09:00
Platini með tárin í augunum: Við styðjum Ali prins og biðjum aðra um að gera það líka Michel Platini, forseti UEFA, hélt blaðamannafund eftir að aðildarþjóðir UEFA funduðu og komust að þeirri niðurstöðu að styðja jórdanska prinsinn Ali bin al Hussein á móti Sepp Blatter í forsetakosningum FIFA. 28. maí 2015 13:13
Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins. 28. maí 2015 07:00
Styrktaraðilar FIFA áhyggjufullir Coca-cola hefur sagt heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu vera í rúst eftir langvarandi deilur. 28. maí 2015 07:32
Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. 28. maí 2015 12:52
Platini útilokar ekki að UEFA-löndin sniðgangi HM verði Blatter endurkjörinn Michel Platini, forseti UEFA, segir að mikil óvissa verði um framhald samvinna UEFA og FIFA fari svo að Sepp Blatter verði kosinn forseti FIFA fimmta kjörtímabilið í röð. 28. maí 2015 13:40