UFC orðið leiðandi afl í lyfjamálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 22:45 Dana White, forseti UFC. vísir/getty UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast. MMA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Sjá meira
UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Sjá meira