Schwarzenegger hræddi líftóruna úr gestum Madame Tussauds
Stefán Árni Pálsson skrifar
Schwarzenegger var frábær í þessum hrekk.
Arnold Schwarzenegger fer á kostum í nýju myndbandi sem gengur um internetið en þar fer hann í gervi Tortímandans og kemur sér fyrir á Madame Tussauds-vaxmyndasafnsins í Kaliforníu.
Eins og allir vita fer Schwarzenegger með aðalhlutverkið í myndunum um Tortímandann og er ein slík mynd á leiðinni.
Hann gekk einnig um götur Hollywood og var í karakter. Myndbandið er stórkostlegt og má sjá hér að neðan.
Undir lok myndbandsins sendir Arnold kaldar kveðjur til Justin Bieber.