Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Fylkir 1-1 | Leiknismenn jöfnuðu undir lokin Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 22. júní 2015 21:00 Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni náðu í stig í stig í kvöld. vísir/vilhelm Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira