Ráðin geta verið allskonar eins og að setja hárteygju utan um liminn á meðan munnmökum stendur.
Það skal skýrt tekið fram að alls ekki sé mælt með því.
Nú eða að skola munninn með sterku munnskoli eða chili pipar áður en allt gamanið hefst.
Það er því vissara að hreinsa aðeins andrúmsloftið og koma nokkrum málum á hreint
Fimm algengar mýtur um munnmök við typpi
1. Allir elska góð munnmök
Það er ein algengasta mýtan um munnmök, það að öll typpi þrái ekkert heitar en góðan sleik. Því fer svo sannarlega fjarri. Ef þig langar ekki að stunda munnmök, ekki þá gera það. Ef þér langar ekki að þiggja munnmök, ekki þá gera það.
Almenna reglan er sú að s-p-y-r-j-a viðkomandi hvort vilji fá munnmök og þá er gott að muna að það er enginn skeiðklukka í gangi, allt meira en mínúta er heill hellingur í munnmakatíma.
2. Gleypt´ann allann!
Sumir halda að maður þurfi sérstaka þjálfun frá Sirkus Íslands til að geta stundað klámmyndamunnmök. Staðreyndin er sú að góð munnmök þurfa ekki að fela í sér þriggja mánaða ungirbúning með bjúgu heldur er standa bæði hendur og munnur að baki góðum munnmökum. Næmasti staðurinn á typpinu er fremsti hlutinn, kóngurinn, og hann er gott að gæla við og láta hendur örva restina af typpinu í hefðbundnu sjálfsfróunarhreyfingum, upp og niður.
3. Ekki snerta punginn
Það er algengt að í leiðbeiningum sé sagt að sleikja eigi punginn, toga hann, kitla og jafnvel nudda. Pungur er misjafn og sumum kitlar mjög í punginn eða finnst mjög óþægilegt þegar hann er snertur, hvað þá teygður og nuddaður. Hér gildir því sama reglu og í no.1 - spurðu áður en gerir.
Eistun er viðvkæm svo farðu varlega og ef þú ert að gæla við, haltu áfram að kanna hvort þetta sé í lagi og hvort viðkomandi vilji meira eða minna, fastara eða lausara.

Munnmakaleiðbeiningar innihalda oft allskyns matvæli sem gott er að nota við smurningu lims nú eða einfaldlega hráku. Ekki er mælt með slíku því matvæli geta klínst í rúmföt, valdið ógleði og velgju, jafnvel sviðið eða valdið vandræðum ef kemur að einhvers konar samförum seinna meir.
Munnvatn er yfirleitt nóg en hægt er að nota einnig sleipiefni, jafnvel með bragði svona til hátíðabrigða.
Þá er gott að muna að kynsjúkdómar geta smitast í munn með munnmökum svo vissara er að nota smokk og er slíkur einmitt smurður.
5. Svolgraðu í þig sæðinu
Það er mikill misskilningur að halda að í fyrsta lagi þurfi að stunda munnmök að sáðláti og/eða fullnægingu eða í öðru lagi þurfi að gleypa sæðið. Tími í munnmökum gildir öðrum lögmálum en þegar horft er á sjónvarpsþátt og hér þarf markmiðið ekki að vera að klára sig heldur að njóta á meðan er. Ef viðkomandi er nálægt sáðláti er kurteisi að láta vita svo hægt sé að taka ákvörðun um hvað skuli gera næst.
Passaðu augun því sæði svíður þegar það fer í augun.
Munnmökin, og fullnægingin, verða ekki verri þó sæði endi í lakinu.
Fylgstu með á næstu dögum til að fá skotheldar leiðbeiningar um syndsamlega skemmtileg munnmök.