Hið svokallaða 4. stig Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 2. júlí 2015 10:51 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun