Rafmagnsbílar víða meira mengandi en hefðbundnir bílar Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 09:55 Kolaraforkuver í Bandaríkjunum. Rafmagnsbílar eru afar hentugir hér á landi þar sem öll okkar raforka er framleidd á umhverfisvænan hátt. Það á ekki við öll landssvæði jarðar. Í nýlegri rannsókn National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum kemur fram að á sumum stöðum í landinu eru rafmagnsbílar meira mengandi þegar allt er talið en hefðbundnir brunabílar. Ástæða þessa eru þær að t.d. í austurhluta landsins er afar stór hluti þess rafmagns sem þar er í boði framleiddur með kolabruna. Því mengar sá kolabruni sem nota þarf við framleiðslu rafmagnsins umhverfið meira en ef notast hefði verið við hefbundin bensín- eða dísilbíl. Öðru gildir fyrir vesturhluta Bandaríkjanna, en þar er mun hærra hlutfall framleiddrar raforku orðin til með umhverfisvænum hætti, ekki síst með virkjun vatnsfalla, en einnig vindorku og sólarorku. Þar er umhverfisvænt að aka um á rafmagnsbílum, en á austurströndinni er umhverfisvænna að aka um á bensín- eða dísilbílum. Allsstaðar í Bandaríkjunum njóta kaupendur rafmagnsbíla skattfríðinda í nafni umhverfisverndar, en í ljósi þessa ættu kaupendur þeirra alls ekki að njóta þess á stórum hluta landsins. National Bureau of Economic Research reiknaði einnig út hvort 7.500 dollara endurgreiðsla frá ríkinu til kaupenda rafmagnsbíla væri réttlætanleg og rétt tala fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Miðað var við að annarsvegar bensínbíl og hinsvegar rafmagnsbíl væri ekið 240.000 kílómetra á líftíma sínum. Með því var fundið út hvort á einhverju landssvæði það væri réttlætanlegt að greiða 7.500 dollara endurgreiðslu í ljósi þess tjóns sem bílarnir ollu á umhverfi sínu. Niðurstaðan var sú að á ekki einu einasta landssvæði í Bandaríkjunum væri þessi tala réttlætanleg, hún væri allsstaðar of há. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent
Rafmagnsbílar eru afar hentugir hér á landi þar sem öll okkar raforka er framleidd á umhverfisvænan hátt. Það á ekki við öll landssvæði jarðar. Í nýlegri rannsókn National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum kemur fram að á sumum stöðum í landinu eru rafmagnsbílar meira mengandi þegar allt er talið en hefðbundnir brunabílar. Ástæða þessa eru þær að t.d. í austurhluta landsins er afar stór hluti þess rafmagns sem þar er í boði framleiddur með kolabruna. Því mengar sá kolabruni sem nota þarf við framleiðslu rafmagnsins umhverfið meira en ef notast hefði verið við hefbundin bensín- eða dísilbíl. Öðru gildir fyrir vesturhluta Bandaríkjanna, en þar er mun hærra hlutfall framleiddrar raforku orðin til með umhverfisvænum hætti, ekki síst með virkjun vatnsfalla, en einnig vindorku og sólarorku. Þar er umhverfisvænt að aka um á rafmagnsbílum, en á austurströndinni er umhverfisvænna að aka um á bensín- eða dísilbílum. Allsstaðar í Bandaríkjunum njóta kaupendur rafmagnsbíla skattfríðinda í nafni umhverfisverndar, en í ljósi þessa ættu kaupendur þeirra alls ekki að njóta þess á stórum hluta landsins. National Bureau of Economic Research reiknaði einnig út hvort 7.500 dollara endurgreiðsla frá ríkinu til kaupenda rafmagnsbíla væri réttlætanleg og rétt tala fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Miðað var við að annarsvegar bensínbíl og hinsvegar rafmagnsbíl væri ekið 240.000 kílómetra á líftíma sínum. Með því var fundið út hvort á einhverju landssvæði það væri réttlætanlegt að greiða 7.500 dollara endurgreiðslu í ljósi þess tjóns sem bílarnir ollu á umhverfi sínu. Niðurstaðan var sú að á ekki einu einasta landssvæði í Bandaríkjunum væri þessi tala réttlætanleg, hún væri allsstaðar of há.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent