Hættulegasta mótorhjólakeppni heims Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 16:06 Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst. Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent
Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907. Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum. Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu en í ár dóu 4 ökumenn. Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst.
Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent