Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. september 2015 19:45 Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael þykir umdeild. Bent hefur verið á að stjórnsýsla sveitarfélaga sé lögbundin og utanríkismál heyri ekki undir verkefni þeirra.Þegar lögfræðingar segja að stjórnsýslan sé lögbundin þá felst í því að ákvarðanir stjórnvalda verða að eiga sér stoð í lögum og vera í samræmi við lög.„Ísraelskum vörum“ Orðrétt stendur í bókun borgarstjórnar: „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir." Er ekki borgin að fara langt út fyrir sitt verksvið með þessari bókun? „Nei, við höfum bæði sett okkur innkaupastefnu og innkaupareglur á grundvelli laga og eitt af því sem segir skýrt í stefnunni er að auk kostnaðar þá tökum við miða af gæðum, umhverfismálum og mannréttindum við innkaup hjá borginni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur hefur sagt að þetta sé ekki allsherjarviðskiptabann heldur sniðganga á vörum sem tengjast mannréttindabrotum á hernumdu svæðunum. Er gerður áskilnaður um það í texta tillögunnar. Þegar hún er lesin þá sést að þar er bara talað um vörur frá Ísrael? „Ísraelskar vörur með vísan til þessarar greinar í innkaupastefnu borgarinnar. Þannig er þetta hugsað en núna er útfærslan eftir. Ég tek eftir því, eins og aðrir í umræðunni, að þetta hefur ekki alveg komist til skila.“Hætti við að koma til Íslands Morgunblaðið greindi frá því í dag að William Ian Miller prófessor í háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum hefði hætt við að koma til Íslands næsta vor en til stóð að hann héldi námskeið um Íslendingasögurnar í Háskóla Íslands. Miller er gyðingur og hefur nú skrifað borgarstjórn opið bréf þar sem hann segist þurfa að aflýsa ferð sinni vegna ályktunarinnar. Þá hefur Evrópska gyðingaþingið, sem eru samtök gyðinga í Evrópu, falið lögfræðingum að athuga hvort efni séu að bregðast sérstaklega við ákvörðun borgarstjórnar.Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram.Einhverjir hafa séð spaugilegu hliðina á málinu. Gunnlaugur Jónsson ákvað skella þessum límmiða í bílrúðuna hjá sér (sjá myndskeið með frétt) en þar segir: „Ísraelskur ríkisborgari. Vegna viðskiptabanns Reykjavíkurborgar á Ísrael er óheimilt að greiða stöðugjald eða stöðubrotsgjald vegna þessarar bifreiðar. Vinsamlegast virðið það og sektið ekki.“Hvaða vörur eru þetta?„ Við vitum það ekki. Við teljum að það sé mjög lítið. Að því leyti er þetta fyrst og fremst táknræn yfirlýsing en við munum fara yfir það núna,“ segir Dagur. Þannig að borgarstjórn Reykjavíkurborgar vissi ekki hvaða vörur hún var að sniðganga þegar hún samþykkti þessa ályktun? „Nei, og það kom alveg skýrt fram í umræðum í borgarstjórn. Að við ætluðum að horfa til umræðunnar í Kaupmannahöfn, við ætlum að horfa til umræðunnar annars staðar og það þarf að vanda til verka í þessari útfærslu.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Segir að fólk þurfi að vera samkvæmt sjálfu sér „Við teljum að þetta skili ekki miklum árangri,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkurborgar að sniðganga vörur frá Ísrael þykir umdeild. Bent hefur verið á að stjórnsýsla sveitarfélaga sé lögbundin og utanríkismál heyri ekki undir verkefni þeirra.Þegar lögfræðingar segja að stjórnsýslan sé lögbundin þá felst í því að ákvarðanir stjórnvalda verða að eiga sér stoð í lögum og vera í samræmi við lög.„Ísraelskum vörum“ Orðrétt stendur í bókun borgarstjórnar: „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir." Er ekki borgin að fara langt út fyrir sitt verksvið með þessari bókun? „Nei, við höfum bæði sett okkur innkaupastefnu og innkaupareglur á grundvelli laga og eitt af því sem segir skýrt í stefnunni er að auk kostnaðar þá tökum við miða af gæðum, umhverfismálum og mannréttindum við innkaup hjá borginni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur hefur sagt að þetta sé ekki allsherjarviðskiptabann heldur sniðganga á vörum sem tengjast mannréttindabrotum á hernumdu svæðunum. Er gerður áskilnaður um það í texta tillögunnar. Þegar hún er lesin þá sést að þar er bara talað um vörur frá Ísrael? „Ísraelskar vörur með vísan til þessarar greinar í innkaupastefnu borgarinnar. Þannig er þetta hugsað en núna er útfærslan eftir. Ég tek eftir því, eins og aðrir í umræðunni, að þetta hefur ekki alveg komist til skila.“Hætti við að koma til Íslands Morgunblaðið greindi frá því í dag að William Ian Miller prófessor í háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum hefði hætt við að koma til Íslands næsta vor en til stóð að hann héldi námskeið um Íslendingasögurnar í Háskóla Íslands. Miller er gyðingur og hefur nú skrifað borgarstjórn opið bréf þar sem hann segist þurfa að aflýsa ferð sinni vegna ályktunarinnar. Þá hefur Evrópska gyðingaþingið, sem eru samtök gyðinga í Evrópu, falið lögfræðingum að athuga hvort efni séu að bregðast sérstaklega við ákvörðun borgarstjórnar.Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram.Einhverjir hafa séð spaugilegu hliðina á málinu. Gunnlaugur Jónsson ákvað skella þessum límmiða í bílrúðuna hjá sér (sjá myndskeið með frétt) en þar segir: „Ísraelskur ríkisborgari. Vegna viðskiptabanns Reykjavíkurborgar á Ísrael er óheimilt að greiða stöðugjald eða stöðubrotsgjald vegna þessarar bifreiðar. Vinsamlegast virðið það og sektið ekki.“Hvaða vörur eru þetta?„ Við vitum það ekki. Við teljum að það sé mjög lítið. Að því leyti er þetta fyrst og fremst táknræn yfirlýsing en við munum fara yfir það núna,“ segir Dagur. Þannig að borgarstjórn Reykjavíkurborgar vissi ekki hvaða vörur hún var að sniðganga þegar hún samþykkti þessa ályktun? „Nei, og það kom alveg skýrt fram í umræðum í borgarstjórn. Að við ætluðum að horfa til umræðunnar í Kaupmannahöfn, við ætlum að horfa til umræðunnar annars staðar og það þarf að vanda til verka í þessari útfærslu.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 „Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Segir að fólk þurfi að vera samkvæmt sjálfu sér „Við teljum að þetta skili ekki miklum árangri,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
„Jæja, þar fór ferðin mín til Íslands á næsta ári“ Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael hefur vakið mikla athygli víða um heim. 17. september 2015 08:01
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar "Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“ 17. september 2015 08:46
„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58
Segir að fólk þurfi að vera samkvæmt sjálfu sér „Við teljum að þetta skili ekki miklum árangri,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um stefnu Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael. 17. september 2015 07:00