Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira