ADHD er eiginleiki 17. október 2015 10:00 Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur!
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar